Sósan hjá lækninum toppaði máltíðina

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Uppáhalds læknir þjóðarinnar - Læknirinn í eldhúsinu eða Ragnar Freyr Ingvarsson er afburðar kokkur eins og við flest vitum. Hér galdrar hann fram gómsæta nautasteik sem svíkur engan en sósan er sjálfsagt það sem toppar flest.

Auðveld er hún og óheyrilega smart. Klárlega eitthvað sem verður að bjóða upp á í næstu grillveislu.

Sjálfur segir Ragnar að þetta sé eins einfalt og husgast getur og verðskuldi varla að vera kallað uppskrif. Hins vegar sé sósan svo frábær að henni beri að deila.

Læknirinn í eldhúsinu

Nautasteik með gullostasósu, bökuðum kartöflum og salati ala Villi Bjarki

Þegar eldamennskan er svona einföld, skipta hráefnin ennþá meira máli.
Fyrir 8
  • 1,2 kg nautasteikur - ég var með þunnt skorna sirloin
  • 1,5 gullostur
  • 8 bökunarkartöflur
  • góð jómfrúarolía
  • salt og pipar
  • graslaukur til skreytingar
Sósa fyrir bökuðu kartöflurnar
  • 2 msk. grísk jógúrt
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 2 tsk. hlynsíróp
  • 1 hvítlaukrif
  • handfylli graslaukur
  • salt og pipar
Salat ala Villi
  • Fullt af grænum laufum
  • haloumi ostur
  • íslenskir tómatar
  • rauð papríka
  • góð jómfrúarolía
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Ætli það að hræra saman í þessa sósu myndi ekki geta kallast eldamennska?
  2. Setja jógúrt og 18% sýrðan rjóma í skál og hræra saman með hökkuðu hvítlauksrifi, graslauk, sírópi og salti og pipar. Láta standa í 30 mínútur eða svo.
  3. Ég hvet ykkur til að prófa þetta. Það má líka alveg bæta við smá rjóma til að auka við magnið án þess að það komi niður á bragðinu að neinu ráði.
  4. Takið ostinn úr pakkningunum. Setjið í pott eða á litla pönnu.
  5. Bakið við 180 gráðu hita.
  6. Hrærið.
  7. Ég notaði góða jómfrúarolíu á kjötið. Örlitla áður en var grillað og aðeins á eftir líka.
  8. Salt og pipar. Grillað á blússheitu grilli þangað til að viðeigandi kjarnhita var náð.
  9. Skreytt með smá graslauk.
  10. Kartöflurnar voru bakaðar í 180 gráðum heitum ofni á beði af salti í rúmlega klukkustund. Bornar fram með sýrðrjómasósunni.
  11. Vilhjálmur sá um salatið. Græn lauf, steiktur haloumi, næfurþunnir tómatar og papríkusneiðar. Góð jómfrúarolía og skvetta af rauðvínsediki. Salt og pipar.
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is