Sturlaðasta hugmynd síðari ára

Þessa svaðalegu grillgræju má nálgast á Amazon.
Þessa svaðalegu grillgræju má nálgast á Amazon. Mbl.is/Amazon

Hefur þér einhvern tímann dottið í hug að grilla á vatni? Þá meinum við bókstaflega að standa úti í vatni og flippa borgurum á grillinu eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi – sem það kannski er?

Við rákumst á þetta gasgrill sem býr yfir þeim eiginleikum að fljóta á þar til gerðum pallli – svo lítið mál er að grilla úti í vatni eða sundlaug ef því er að skipta. Float ´N´ Grill kemur á fljótandi undirstöðu sem er hannað til að „flippa ekki yfir“ – sem er eflaust atriði sem margir hugsa um að geti gerst, þegar þeir lesa þessa frétt. Eins er grillið framleitt úr efni sem nánast er ónæmt fyrir ryði og kemur ekki til með að fölna í sólarljósinu.

Og þetta er ekki allt, því á undirstöðunni má einnig finna þrjá innbyggða dósahaldara fyrir svalandi drykki. Eins eru tveir togkrókar sem auðvelda þér að binda grillið við bryggju eða bát ef þú ferðast um á slíku. Þetta stórbrotna grill má finna á Amazon HÉR.

Mbl.is/Amazon
mbl.is