Þetta er kakan sem Kristrún bauð Frederiksen upp á

Kristrún Frostadóttir og Mette Frederiksen hittust í gær og borðuðu …
Kristrún Frostadóttir og Mette Frederiksen hittust í gær og borðuðu saman köku. Ljósmynd/Samsett

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fundaði í gær með stallsystur sinni Mette Frederiksen, sem er forsætisráðherra Danmerkur og formaður Jafnaðarflokksins á Fröken Reykjavík. Staðurinn er staðsettur á Hótel Reykjavík Sögu sem opnaði nýlega.  Frederiksen er stödd hérlendis vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Til þess að gera fund þeirra ennþá eftirminnilegri bauð Kristrún Frederiksen upp á rauðar rósakökur úr súkkulaðimús. 

Rauð rós er alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks og hefur lengi verið merki Jafnaðarflokksins í Danmörku en nýlega tók Samfylkingin einnig upp rauða rós sem merki. Það má því segja að valið á veitingum hafi verið þrungið merkingu hjá þessum ungu forystukonum, Kristrúnu og Frederiksen. 

„Sósíaldemókratar mega aldrei festast í því að vera andstöðuflokkar. Mette líst vel á upplegg okkar í Samfylkingunni um að endurheimta traust með því að fara aftur í kjarnann og leggja ofuráherslu á kjör, efnahag og velferð venjulegs fólks. En það útheimtir aga — og Mette gaf mér ýmis góð ráð um það hvernig á að halda sjó með sína stefnu,“ skrifar Kristrún á Facebook-síðu sína. Kristrún eignaðist dóttur í febrúar og er nú komin aftur til starfa full af krafti og orku.

Það fór vel á með þeim á meðan þær borðuðu …
Það fór vel á með þeim á meðan þær borðuðu kökuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert