„Ég myndi segja að þetta væri ekta útilegugrill þar sem ég býð upp á tilbúnar „franskar“ úr dós, lauksnakk og grillaðar pylsur til að narta í með borgurunum, segir Berglind og við tökum undir það. Einfalt meðlæti og þægilegt. Nákvæmlega það sem maður þarf í góðri útilegu.
Berglind segist nokkuð mikill grillari en það sé þó sveiflukennt eins og hjá okkur flestum. „Ég elska grillmat og tek skorpur í því að grilla. Grilla klárlega meira á sumrin en veturna en finnst fátt betra en ilmandi grilllykt! Og sjálfsagt geta flestir matgæðingar tekið undir þau orð.
„Það er svo erfitt að gera upp á milli hvað mér finnst skemmtilegast að grilla, segir hún. „Góður fiskur jafnast alveg á við góða steik og mér finnst fiskur eiginlega bestur af grillinu. Ég skil ekki af hverju ég grilla ekki oftar fisk.
Eftirréttir eru einnig í miklu uppáhaldi en hægt er að útfæra skemmtilega eftirrétti á ótal vegu á grillinu. „Súkkulaðifylltir bananar eru alltaf klassík, svo lengi sem maður grillar þá rétt þannig að súkkulaðið bráðni en bananinn fari ekki í mauk!
Undirbúningur, góð krydd og rétt hitastig eftir mismunandi mat sem á grillið fer!
Undirbúa allt svakalega vel áður en eitthvað er sett á grillið. Yfirleitt er maður að grilla eitthvað sem tekur frekar stuttan tíma og það fer allt í vitleysu ef það er ekki búið að leggja á borð, preppa meðlæti og þess háttar. Ég geri það alltaf á meðan grillið hitnar og þá er bara hægt að einbeita sér að því sem á grillinu er og njóta þess um leið og það er tilbúið.
Aðferð: