Brjálæðislega góður BBQ-borgari

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég myndi segja að þetta væri ekta útilegugrill þar sem ég býð upp á tilbúnar „franskar“ úr dós, lauksnakk og grillaðar pylsur til að narta í með borgurunum, segir Berglind og við tökum undir það. Einfalt meðlæti og þægilegt. Nákvæmlega það sem maður þarf í góðri útilegu.

Berglind segist nokkuð mikill grillari en það sé þó sveiflukennt eins og hjá okkur flestum. „Ég elska grillmat og tek skorpur í því að grilla. Grilla klárlega meira á sumrin en veturna en finnst fátt betra en ilmandi grilllykt! Og sjálfsagt geta flestir matgæðingar tekið undir þau orð.

Lykillinn að góðum eftirrétti

„Það er svo erfitt að gera upp á milli hvað mér finnst skemmtilegast að grilla, segir hún. „Góður fiskur jafnast alveg á við góða steik og mér finnst fiskur eiginlega bestur af grillinu. Ég skil ekki af hverju ég grilla ekki oftar fisk.

Eftirréttir eru einnig í miklu uppáhaldi en hægt er að útfæra skemmtilega eftirrétti á ótal vegu á grillinu. „Súkkulaðifylltir bananar eru alltaf klassík, svo lengi sem maður grillar þá rétt þannig að súkkulaðið bráðni en bananinn fari ekki í mauk!

Hver er lykillinn að góðri grillmáltíð?

Undirbúningur, góð krydd og rétt hitastig eftir mismunandi mat sem á grillið fer!

Besta grillráðið

Undirbúa allt svakalega vel áður en eitthvað er sett á grillið. Yfirleitt er maður að grilla eitthvað sem tekur frekar stuttan tíma og það fer allt í vitleysu ef það er ekki búið að leggja á borð, preppa meðlæti og þess háttar. Ég geri það alltaf á meðan grillið hitnar og þá er bara hægt að einbeita sér að því sem á grillinu er og njóta þess um leið og það er tilbúið.

BBQ-borgarar

Fyrir 4
  • 4 x 170 g hamborgari
  • 4 x hamborgarabrauð
  • Hamborgarakrydd
  • Heinz Sweet BBQ-sósa
  • 8 sneiðar af osti
  • Kál
  • Bufftómatar
  • Rauðlaukur
  • Steiktur laukur
  • Pikknikk-kartöflusnakk
  • Pepperoni-pylsur

Aðferð:

  1. Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.
  2. Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq-sósu eftir smekk.
  3. Setjið tvær ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.
  4. Raðið saman því sem þið óskið eftir á hamborgarann, setjið enn meiri BBQ-sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperoni-pylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Berglind Hreiðarsdóttir.
Berglind Hreiðarsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka