Eftirrétturinn sem er tilbúinn á fimm mínútum

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Það er ótrúlegt hvað það er einfalt en gott að grilla ávexti. Hér býður Berglind Hreiðars á Gotteri.is upp á einföld ávaxtaspjót sem tekur bókstaflega fimm mínútur að undirbúa. Síðan eru spjótin grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið og eru þá tilbúin. Bragðast einstaklega vel með bræddu súkkulaði, þeyttum rjóma eða góðum ís.

Grilluð ávaxtaspjót með súkkulaði

Uppskrift dugar fyrir 5-6 spjót

  • ½ ferskur ananas
  • 3 ferskjur
  • 15-20 Driscolls-jarðarber
  • 50 g brætt dökkt súkkulaði
  • 2 msk söxuð mynta

Aðferð:

  1. Skerið ananas og ferskjur í hæfilega stóra bita.
  2. Raðið ananas, ferskjum og jarðarberjum til skiptis upp á grillspjót.
  3. Grillið á meðalheitu grilli í um tvær mínútur á hvorri hlið.
  4. Raðið á bakka og setjið brætt súkkulaði yfir allt og saxaða myntu. 
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is