Dýrindis humarspjót á grillið

Ljósmynd/Bergind Hreiðarsdóttir

„Hér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri! Við grilluðum þetta salat í hádeginu einn daginn í vikunni og það kláraðist upp til agna og við munum klárlega útbúa það aftur á næstunni,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þetta geggjaða salat sem smellpassar á fallegum sumardegi.

Humarsalat

Léttur réttur eða forréttur fyrir 4-5 manns

Grillaður humar

  • Um 660 g skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 pk)
  • 1/3 sítróna (safinn)
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ¼ tsk. pipar

Aðferð:

  1. Skolið og þerrið humarinn vel.
  2. Blandið öllu öðru saman í skál og leyfið humrinum síðan að marinerast í leginum í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
  3. Raðið humri þétt upp á grillspjót og grillið á heitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til humarinn er eldaður í gegn. Gott er að spreyja PAM matarolíuspreyi á grindina áður en þið leggið humarspjótin niður.
  4. Raðið humarspjótunum ofan á salatið og njótið með ísköldu Muga hvítvíni. Einnig mætti rista hvítlausbrauð með þessum rétti.

Salat og dressing

  • 1 poki klettasalat
  • ½ þroskað mangó
  • Um 6 stk. Driscolls jarðarber
  • Fetaostur eftir smekk
  • Ristaðar furuhnetur eftir smekk
  • Heinz hvítlausdressing á flösku

Aðferð:

  1. Skerið niður mangó og jarðarber.
  2. Raðið öllu saman í skál og leggið humarspjótin yfir.
  3. Sprautið hvítlauksdressingu yfir allt.
Ljósmynd/Bergind Hreiðarsdóttir
mbl.is