Bestu ráðin til að klúðra ekki grillsteikinni

Það er auðvelt að klúðra grillsteikinni.
Það er auðvelt að klúðra grillsteikinni. mbl.is/

Það er grillvertíð þessa dagana, sem þýðir að við viljum reyktan ljúffengan mat á borðið – eða grillaðar krásir við öll tækifæri. Og hér færðu öll trixin til að maturinn verði sem safaríkastur eins og best er á kosið.

  • Best er að elda á hitastigi en ekki á tíma. Ef þú ert að giska á hvenær maturinn þinn er tilbúinn, þá er líklegra að þú eldir hann of lengi sem veldur því að hann þornar. Eins ef þú skerð í kjötið á meðan það er á grillinu, þá missir þú allan dýrmæta safann úr kjötinu. Sérfræðingar mæla með að nota hitamæla til að ná besta árangrinum.
  • Settu upp tvö hitasvæði á grillinu þínu. Ef hlutirnir byrja að blossa, þá getur þú fært matinn yfir á óbeina hitann.
  • Forðast skal að elda á köldum grillristum. Leyfið grillinu að ná upp hita áður en þú leggur steikina á teinana. Ef grindin er of köld, þá festist maturinn frekar við grillið.
  • Ekki festast í að grilla bara hamborgara og pylsur – prófaðu þig áfram með framandi hráefni og spennandi uppskriftir alls staðar að úr heiminum.
mbl.is
Loka