Þykkar lambakótilettur frá SS eru hér í aðalhlutverki með kartöflubátum, fylltum sveppum og kaldri sósu sem ætti engan að svíkja.
Grillaðar lambakótilettur með kaldri mangó- og hvítlaukssósu, kartöflubátum og fjölbreyttu meðlæti
- Extra þykkar lambakótilettur í ítalskri marineringu frá SS
- kartöflubátar með sítrónu og rósmaríni
- köld mangó- og hvítlaukssósa
- grillað eggaldin
- grillaðir fylltir sveppir
- bakaðar gulrætur
Aðferð:
- Takið lambakótiletturnar úr kæli og leyfið þeim að ná stofuhita (gott að miða við 2-3 klst. við stofuhita)
- Kveikið á grillinu og leyfið því að ná nokkuð góðum hita.
- Grillið á hvorri hlið í nokkrar mín. þar til eldað í gegn.
- Látið standa í 10 mín. við stofuhita áður en skorið er í það.
Kartöflubátar með sítrónu og rósmaríni
- 1 kg kartöflur
- 2 msk. hitaþolin olía
- 1 tsk. salt
- 2 tsk. oreganó
- ferskt rósmarín
- 1 sítróna
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir+yfir.
- Skerið kartöflurnar í báta og setjið í eldfast mót, hellið olíu yfir, stráið salti og óreganó yfir.
- Takið nokkra stöngla af rósmaríni og smellið í fatið, skerið sítrónuna í margar litlar sneiðar, smellið nokkrum í fatið.
- Bakið í 20-30 mín. eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
- Setjið ferskt rósmarín og sítrónubita aftur í fatið.
Köld mangó- og hvítlaukssósa
- 2 dl majónes
- 2 stk. hvítlauksgeirar
- 2 msk. mangóedik (fæst t.d. frá Nicolas Vahé)
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Setjið majónes í skál, rífið hvítlauksgeirana út í majónesið og hellið edikinu út á, kryddið með salti og pipar og hrærið saman.
Grillað eggaldin
- eggaldin
- hitaþolin olía
- salt
Aðferð:
- Skerið eggaldin í sneiðar, penslið með olíu og kryddið með salti.
- Raðið á grillbakka og grillið í nokkrar mín. á hvorri hlið þar til mjúkt og gott.
Grillaðir fylltir sveppir
- 250 g sveppir
- 50 g kryddostur með papriku og beikoni
Aðferð:
- Takið stönglana úr sveppunum, skerið ostinn í bita þannig að þeir komist inn í sveppina.
- Raðið þeim á grillbakka og grillið þar til mjúkir.
Grillaðar gulrætur
- gulrætur
- 1-2 msk. balsamedik með hunangi
- 1 tsk. púðursykur
- ½ tsk. salt
- 1 msk. sesamfræ
Aðferð:
- Snyrtið gulræturnar og skerið í helming, raðið í fat sem má fara á grill (má líka baka í ofni).
- Hellið balsamediki á gulræturnar og dreifið púðursykri og salti yfir.
- Grillið (eða bakið) þar til mjúkar, stráið þá sesamfræjum yfir.