Sósan sem þú verður að prófa

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Flest erum við alin upp við hið hefðbundna meðlæti á pylsur þar sem tómatsósa, sinnep og remúlaði eru í aðalhlutverki. Það er hins vegar ótrúlega skemmtilegt að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Hér er í raun ekkert sem stoppar ykkur annað en ímyndunaraflið og við hér á matarvefnum höfum prófað ýmislegt á undanförnum vikum. Þar á meðal beikon, súrar gúrkur og svo þessi sósa hér að neðan sem Berglind Hreiðars á Gotteri.is hannaði.

Sósan er ótrúlega bragðgóð og hefur verið notuð með flestu því sem borðað hefur verið á ónefndu heimili undanfarna daga.

Frábær með steikinni, fiskinum og ekki síst á hamborgarann.

Pylsusósa

  • 70 g Hellmann‘s Chilli-majónes
  • 60 g Hellmann‘s klassískt majónes
  • 1 msk. saxað jalapeño úr krukku
  • 1 tsk. lime safi
  • ¼ tsk. salt

Aðferð:

  1. Vigtið allt saman í skál og pískið saman.
  2. Geymið í kæli fram að notkun og njótið með pylsum, hvort sem þær eru stakar eða í brauði.
  3. Hér prófaði ég bæði að hafa sósu í skál og dýfa grilluðum pepperoni-pylsum beint í sósuna og einnig að setja slíkar pylsur í brauð, hvort tveggja var dásamlega gott. Í brauðinu er kál, rauðkál, pepperoni-pylsa, gular baunir, vorlaukur og nóg af pylsusósu bæði undir og ofan á.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka