Bestu grillráð Sollu Eiríks

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.

Fáir eru flinkari að elda en Solla Eiríks. Hún er þekkt fyrir afburðar bragðsamsetningar þar sem hráefnin kallast á og útkoman verður hreint unaðsleg. Hún lumar einnig á góðum trixum í eldhúsinu – og þá ekki síst við grilli og hér gefur hún lesendum góð ráð sem hún segir afar mikilvægt að fara eftir.

  • Þegar þið eruð að búa til grænmetisspjót er mikilvægt að velja grænmeti með svipaðan eldunartíma. Það þarf líka að passa að hafa bitana í svipaðri stærð svo spjótið verða allt gegnumeldað á sama tíma.
  • Stundum er gott að láta grænmetið liggja í marineringu í nokkra klukkustundir, jafnvel yfir nótt, svo kryddið nái að galdra gott bragð og setja síðan á heitt grillið.
  • En svo er einfaldleikinn líka góður, bara pennsla með olíu og strá smá sjávarsalti yfir og setja á heitt grillið, og þegar þið takið grænmetið af grillinu þá setjið þið góða sósu eða kryddmauk yfir sem smýgur inn í nýgrillað og heitt grænmetið og gerir guðdómlegt bragð.
mbl.is
Loka