Uppáhalds grill marineringar Sollu Eiríks

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.
Þegar Solla Eiríks grillar er von á góðu og hér býður hún upp á dýrindis marineringar úr eigin uppskriftabanka, sem ættu að hitta í mark.

Marineringar

Einföld marinering
  • 5 dl ólífuolía
  • ½ - 1 tsk sjávarsaltflögur
  • smá nýmalaður svartur pipar

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 6 vikur í kæli.

Asísk marinering

  • 3 msk. tamarisósa
  • 3 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. hlynsýróp
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. ristuð sesamolía
  • 2 msk. hrísgrjónaedik eða edik að eigin vali
  • 1 msk. engiferskot
  • 3 hvítlauskrif, pressuð
  • ½ tsk chiliflögur

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli.

Miðjarðarhafsmarinering

  • 3 msk. ólífuolía
  • 3 msk. sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 tsk. tímían, þurrkað
  • 1 tsk. óreganó, þurrkað
  • ½ tsk. sinnepsduft
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • smá nýmalaður svartur pipar

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli.

mbl.is
Loka