Lang einfaldasta grillveislan

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

„Það þarf síðan alls ekki alltaf að vera flókið meðlæti, kart­öflu­sal­at og smjör­steikt­ur asp­as pössuðu und­ur­vel með kjöt­inu og engu þurfti við það að bæta,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þessa dýr­ind­is máltíð en ég held að við séum öll sam­mála um að lamba­kon­fekt er eitt það allra besta sem hægt er að gæða sér á. Þessi uppskrift er sérlega fljótleg, einföld og ætti engan að svíkja. 

Lamba­kon­fekt og kart­öflu­sal­at með byggi

Fyr­ir 4-6 manns

Kart­öflu­sal­at með byggi

  • 600 g soðnar, kæld­ar kart­öfl­ur
  • 160 g bygg, soðið og kælt
  • 1 rauðlauk­ur
  • 160 g Phila­delp­hia rjóma­ost­ur með graslauk og lauk
  • 190 g sýrður rjómi
  • 50 g maj­ónes
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • Rif­inn börk­ur af ½ sítr­ónu
  • 2 tsk. Tabasco Sriracha sósa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið kart­öfl­urn­ar niður í munn­stóra bita og setjið í skál ásamt byggi og smátt söxuðum rauðlauk.
  2. Pískið önn­ur hrá­efni sam­an í  aðra skál og smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Blandið að lok­um öllu var­lega sam­an með sleikju.
  4. Geymið í kæli á meðan kjötið er grillað.

Lamba­kon­fekt

  • Um 1 kg lamba­kon­fekt
  • Caj P grillol­ía „Ho­ney“
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Penslið kjötið með grillol­íu og leyfið því að mar­in­er­ast í að minnsta kosti klukku­stund, yfir nótt er líka í lagi.
  2. Grillið það næst á vel heitu grilli, kryddið með salti og pip­ar og penslið meiri grillol­íu á það áður en það er til­búið.
  3. Leyfið kjöt­inu að hvíla í um 10 mín­út­ur áður en það er borið fram.

Smjör­steikt­ur asp­as

  • 1 búnt fersk­ur asp­as
  • Um 50 g smjör
  • 2 hvít­lauksrif
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið við miðlungs háan hita á pönnu.
  2. Skerið/​brjótið end­ana af aspasin­um og setjið hann á pönn­una.
  3. Rífið hvít­lauksrif­in yfir og kryddið eft­ir smekk, snúið nokkr­um sinn­um þar til asp­asinn fer að mýkj­ast.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Loka