Það er ákveðinn staðall sem við fylgjum til að úrskurða hovrt að máltíð sé vel heppnuð og það sem við skilgreinum sem yfirliðsvaldandi.
Þessi uppskrift úr smiðju Berglindar Heiðars á Gotteri.is fellur í þann flokk enda hefur hún allnokkuð margt til að bera. Hún er bragðgóð, nokkuð einföld, ekki of hefðbundin og meðlætið sprengir alla skala.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Spicy sætkartöflusalat og balsamik marinerað nautakjöt
Fyrir um 4 manns
Sætkartöflusalat uppskrift
- 700 g sætar kartöflur
- 50 g Hellmann‘s Chilli majónes
- 70 g Hellmann‘s klassískt majónes
- ½ rauðlaukur (saxaður)
- 1 tsk. saxað ferskt chilli
- 2 rifnir hvítlauksgeirar
- 1 msk. sætt sinnep
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Flysjið kartöflurnar og skerið í munnstóra teninga. Veltið upp úr um 3 msk. af ólífuolíu og salti og pipar eftir smekk.
- Bakið í um 25 mínútur eða þar til kartöflubitarnir mýkjast, kælið síðan alveg niður áður en salatið er útbúið.
- Pískið saman báðar tegundir af majónesi ásamt sinnepi, chilli, hvítlauk, salti og pipar.
- Blandið síðan saman kartöflum, rauðlauk og majónesblöndu og berið fram með steikinni.
Balsamik marinerað ribeye
- 3-4 sneiðar ribeye
- 50 g ólífuolía
- 50 g balsamik edik
- 50 g soya sósa
- 40 g Worcestershire sósa
- 1 tsk. Dijon sinnep
- 2 rifin hvítlauksrif
- ½ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- Hrærið öllu saman nema kjötinu.
- Hellið marineringunni yfir kjötið í skál eða setjið í zip-lock poka svo lögurinn umlyki allar steikurnar.
- Plastið og marinerið í um tvær klukkustundir.
- Grillið síðan á vel heitu grilli þar til kjarnhiti er um 58°C og leyfið þeim að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í þær.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir