Snorri er ævintýragjarn í eldhúsinu. Hann deilir reglulega með okkur stórkostlegum uppskriftum en að þessu sinni er það fersk og frumleg föstudagspitsa með marokkóskum blæ.
„Föstudagspizzan er fastur liður á fjöldamörgum heimilum og það af góðri ástæðu, enda fljótlegur og með eindæmum ljúffengur matur. Þessi útgáfa af pizzu er í miklu uppáhaldi hjá mér og er alveg kjörin þegar maður vill breyta aðeins til frá klassísku pepperóní pizzunni,“ segir Snorri Guðmundsson á bloggi sínu - Snorri eldar.
Lambahakkið er hægt að fá td hjá Kjöthöllinni í Skipholtinu, en þá er best að hringja daginn áður og leggja inn pöntun.
- Fyrir 16" pizzu -
1 tilbúið pizzadeig
1 hvítlauksrif
2 matskeiðar ólívuolía
400 grömm lambahakk
1 teskeið reykt paprika
1 teskeið cumin
1 teskeið kanill
1 teskeið salt
60 grömm fetaostur
10 kirsuberjatómatar / skornir í tvennt
100 grömm tómatmauk (tomato paste, ekki puree)
1/2 teskeið þurrkað chili
1/2 lítill rauðlaukur
1 teskeið sítrónusafi
8-10 stilkar af kóríander
- Hvítlauks tahini sósa -
1 matskeið tahini
1 stórt hvítlauksrif
5 mintulauf / má sleppa
1 teskeið sítrónusafi
100 grömm 10% sýrður rjómi
Salt & pipar eftir smekk
Blandið öllu hráefninu vel saman í matvinnsluvél.