Gochujang kjúklinga "stirfry"

Gochujang kjúklinga
Gochujang kjúklinga "stirfry" að hætti Snorra.

Snorri Guðmunds fer mikinn í nýjustu færslu sinni þar sem hann eldar góðmsætan kóreyskan kjúkling með stórkostlegu meðlæti! Fullkomin uppskrift  fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

„Gochujang er ljúffengt kóreskt chili paste sem er gert úr chili, "sticky" hrísgrjónum og gerjuðum soyabaunum og finnst á nánast öllum heimilum í Kóreu.

Ég er alveg sjúkur í þetta paste en bragðið af því er salt, sætt og spicy á sama tíma á meðan gerjuðu soya baunirnar bæta við frábæru umami bragði sem erfitt er að setja fingurinn á.

Ég hef notað gochujang með góðum árangri út í súpur og sem part af marineringu en í þetta sinn bætti ég góðri matskeið út í kjúklinga stir fry til að taka það upp á næsta stig.

Þú finnur gochujang í Vietnam Market á Suðurlandsbraut, en ef þú hefur ekki kíkt þangað áður þá mæli ég með því!“

- Fyrir 2 -
400 grömm skinn & beinlaus kjúklingalæri skorin í strimla
1 laukur skorinn í strimla (150 grömm)
2 stór smátt söxuð hvítlauksrif (sirka 8 grömm)
20 grömm rifin eða mjög smátt skorin engiferrót
1 matskeið hrásykur
1 matskeið soyasósa
2 teskeiðar fiskisósa
2 teskeiðar lime safi
1 matskeið gochujang
1 -2 matskeiðar matreiðsluolía
1 gulrót rifin með grófu rifjárni (100 grömm)
50 grömm snjóbaunir
1 lítil paprika skorin þunnt (sirka 70 grömm)
2 radísur skornar mjög þunnt (20 grömm)
1 þroskuð pera, skræld og skorin í sneiðar (sirka 150 grömm)
10 grömm ristaðar kókosflögur
6 stilkar af kóríander
Salt & pipar eftir smekk

Setjið kjúklinginn, laukinn, hvítlaukinn, hrásykurinn, engifer, soyasósuna, fiskisósuna og lime safan í skál og blandið vel saman.  Látið marinerast í 30-60 mín.

Hitið 1 matskeið af olíu á pönnu á háum hita og steikið kjúklinginn og laukinn í 2 mín á annari hliðinni eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður og svo í 1 mín á hinni hliðinni.  Best er að steikja kjúklinginn í 3 skömmtum þar sem hann steikist illa ef það er of mikið á pönnunni í einu.  Bætið við ögn af matreiðsluolíu á milli skammta.

Lækkið hitann ögn og setjið allan kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt 1 matskeið af gochujang og rifnu gulrótinni og hrærið vel saman í 1 mín.

Bætið næst við 3/4 af paprikunni og öllum snjóbaununum og steikið þar til snjóbaunirnar eru eldaðar, en ekki orðnar alveg mjúkar undir tönn.  Smakkið til með salti og pipar.  Sirka 2-3 mín

Fjarlægið af hitanum og skiptið á milli diska.  Skreytið með perusneiðunum, radísunum, restinni af paprikunni, kókosflögunum og kóríander.  Berið fram með hvítum hrísgrjónum.

Snorri Guðmundsson matarbloggari á snorrieldar.com og áhugaljósmyndari.
Snorri Guðmundsson matarbloggari á snorrieldar.com og áhugaljósmyndari. Snorri Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert