Hin lekkera og ljúfa Svava Gunnarsdóttir heldur úti girnilegu matarbloggi á ljufmeti.com. Svava skellti í þessa djúsí súkkulaðitertu og deilir hér með okkur uppskirft sem tekur daginn upp á æðra stig.
„Núna um helgina, þegar jólaundirbúningurinn fer af stað, þykir mér ósköp huggulegt að vera með köku á eldhúsbekknum til að geta nælt mér í sneið og sneið á milli þess sem aðventuljósunum er stungið í samband og kerti verða sett í aðventukransinn. Það er bara svo notalegt, rétt eins og desembermánuður á að vera. Með jólatónlist í hátölurum, jólaljós í gluggunum og bökunarlykt í húsinu.“
Botnar:
Krem:
Hitið ofninn í 175° og smyrjið tvö 22 cm bökunarform með lausum botni.
Setjið öll þurrefnin í skál. Bætið mjólk, olíu og vanilludropum saman við og hrærið þar til hráefnin hafa blandast vel. Bætið heitu kaffi saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 30-35 mínútur. Látið botnana kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem:
Bræðið smjör í potti og hrærið kakói saman við þar til blandan er slétt. Hellið súkkulaði- og smjörblöndunni yfir í skál og bætið vanilludropum og flórsykri saman við. Hrærið að lokum mjólkinni saman við í smáum skömmtum þar til réttri áferð er náð.