Mexíkósk mánudagsýsa Snorra

Fallegt, hollt og gott! Mánudagsfiskurinn getur verið gott partý ef …
Fallegt, hollt og gott! Mánudagsfiskurinn getur verið gott partý ef hugmyndaflugið fær að ráða. snorrieldar.com

„Mér þykir fátt skemmtilegra og girnilegra en litríkur matur, en þessi fiskréttur minn uppfyllir það og meira til!  Svo er hann líka bara sjúklega bragðgóður!“ segir Snorri á snorrieldar.com en hann er mikill ferðalangur í matargerð sinni og hoppar milli landa eða jafnvel heimsálfa oft í viku. Það er tilvalið að gera þennan litríka fiskrétt í dag enda þarf mánudagsýsan ekki að vera leiðinleg né litlaus.

„Mangó-avókadó salsað setur punktinn yfir i-ið í gleðinni, en það kemur ferskt inn á móti chilíinu og alveg smellpassar með kryddblöndunni. Ég nota chipotle chili-duft í kryddblönduna, en það er meira reykbragð af því en venjulegu chili-dufti og það er ekki endilega til á öllum heimilum.  Það er þó alveg óhætt að nota bara venjulegt chili-duft í staðinn.“

- Fyrir 2 -
400 g ýsa
5 ml cumin
3 ml púðursykur
2 ml chipotle chili-duft (eða venjulegt chilllí duft)
2 ml reykt paprika
2 ml hvítlauksduft
1 ml borðsalt
500 g grasker (butternut squash)
1 avókadó
1/2 mangó
1/2 rauðlaukur
8 g kóríander
1/2 lime

  1. Flysjið og skerið graskerið í litla bita og veltið upp úr ögn af olíu. Saltið, piprið og bakið við 200°C í 30-40 mín.  Hrærið í graskerinu þegar 20 mín. eru liðnar.
  2. Hrærið saman cumin, púðursykur, chili-duft, reykta papriku, hvítlauksduft og salt. Setjið til hliðar.
  3. Skerið mangó, avókadó, rauðlauk og helminginn af kóríander smátt. Hrærið öllu vel saman í skál ásamt smá skvettu af lime safa og setjið til hliðar.
  4. Hitið olíu á háum hita í pönnu og nuddið kryddblöndunni í fiskinn.
  5. Steikið fiskinn í 1-2 mín. á hvorri hlið og saltið ögn þegar honum er snúið.
  6. Berið fiskinn fram með með bakaða graskerinu, mangó-avókadó salsanu, restinni af kóríander og smá kreistu af lime.
Snorri tekur allar myndirnar á bloggsíðu sinni sjálfur. Afraksturinn er …
Snorri tekur allar myndirnar á bloggsíðu sinni sjálfur. Afraksturinn er gullfallegur og girnilegur. snorrieldar.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert