Pastasalat Alberts - fljótlegur mánudagsréttur

Fljótlegt salat sem er gott pæði kallt eða heitt.
Fljótlegt salat sem er gott pæði kallt eða heitt. Eggert Jóhannesson

„Litfagurt, sumarlegt og létt pastasalat sem getur bætið staði eitt og sér eða verið meðlæti með öðrum mat," segir Albert Eiríksson en þessi ljúffenga uppskrift kemur frá honum.

300 g pasta
1/2  rauð paprika
1/2 gul paprika
1 dl blaðlaukur
1 b sólþurrkaðir tómatar (ein krukka)
2-3 msk. söxuð fersk basilika

Dressing
2 msk. góð ólífuolía
2 tsk. edik
2 tsk. hunang
salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu af, skolið og látið kólna. Skerið niður papriku, blaðlauk og sólþurrkaða tómata og bætið við ásamt basiliku.

Hristið saman olíu, edik, hunang, salt og pipar og hellið yfir pestóið. Látið standa í um klst. áður en er borið á borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert