Ítalskur partýréttur og kokteill á mínútum

Bestu partýréttirnir þurfa ekki að taka langan tíma.
Bestu partýréttirnir þurfa ekki að taka langan tíma. Tobba Marinós/mbl.is

Ég hef mikla matarást á Lindu matarbloggara á Eatrvk.com. Eitt sinn var ég svo heppin að hún bauð mér með sér í sumarbústað sem endaði í brjáluðu gourmet-frensý. Við komu í bústaðinn bauð Linda upp á grillaðar ítalskar samlokur og uppáhaldskokteilinn minn Apperol Spritz – sjá uppskrift hér. Síðan þá hef ég oft gert þessar samlokur þegar ég hef lítinn tíma til að bralla í eldhúsinu en langar í eitthvað virkilega djúsí.

Innihaldsefni
  1. 1 pakki tortillakökur
  2. Góð hráskinka
  3. Sýrður rjómi
  4. Mozarella-ostur
  5. Kóríander (ekki stilkurinn)
Leiðbeiningar
  1. Smyrjið hverja köku með örlitlum sýrðum rjóma.
  2. Setjið eina sneið af hráskinku á aðra hlið kökunnar.
  3. Stráið söxuðu kóríander yfir.
  4. Stráið því næst rifnum mozarella yfir og lokið kökunni.
  5. Grillið á grillpönnu eða grillið uns osturinn hefur bráðnað og kakan tekin að gyllast.

Höfundur: Linda Björk Ingimarsdóttir

Linda á Eatrvk.com,Tobba umsjónarkona Matarvefs mbl.is og Íris Ann ljósmyndari …
Linda á Eatrvk.com,Tobba umsjónarkona Matarvefs mbl.is og Íris Ann ljósmyndari hafa sannreynt kokteil uppskriftina - oft - og gefa henni topp meðmæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka