Djúsí snitzel með kartöflumús

Kartöflumús og sósa eru meðlæti sem allir elska.
Kartöflumús og sósa eru meðlæti sem allir elska. ljufmeti.com

„Ég fékk óstjórnlega löngun í snitsel um daginn sem endaði auðvitað með að það var snitsel í kvöldmatinn skömmu síðar. Mér þykir allur matur í raspi góður en elda þannig mat þó furðu sjaldan. Ég bar snitselinn fram með kartöflumús, piparsósu og rifsberjahlaupi. Súpergott,"segir Svava okkar í nýrri færslu á Ljufmeti.com 

8 úrbeinaðar grísakótilettur
2 dl hveiti
2 egg
2 dl brauðrasp eða Panko
salt og pipar
olía (ekki ólífuolía)
Byrjið á að berja kótiletturnar með flötu hliðinni á buffhamri til að ná þeim þunnum. Kryddið báðar hliðar síðan með pipar og salti.

Setjið hveiti í eina skál, hrærð egg í aðra skál og brauðrasp í þriðju skálina. Veltið kótelettunum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og að lokum brauðraspinum.

Hitið vel af olíu á pönnu, þannig að það sé um 1 cm lag yfir pönnunni. Steikið snitselinn í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Takið snitselinn af pönnunni og yfir á disk klæddan eldhúspappír. Berið strax fram með kartöflumús og sósu.

Djúsí mömmumatur sem vekur upp ljúfar minningar.
Djúsí mömmumatur sem vekur upp ljúfar minningar. ljufmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert