Skolaðu kínóafræin. Settu þau síðan í pott með 2 dl af kínóa og 6 dl af vatni.
Láttu suðu koma upp og lækkaðu þá undir og láttu sjóða í 5-15 mín. (Ef þú ert með kínóaflögur taka þær aðeins 5-7 mín en kínóagrjón taka rúmlega 15 mín.)
Í box eða skál sameinaðu þá 1 dl chia-fræ með 4 dl vatni, hrærðu eða hristu vel og láttu bíða í ísskáp eða við stofuhita.
Afhýddu granateplið. Einfaldasta aðferðin hér er að skera bút úr hýðinu og einfaldlega nota fingurna til að rífa hann í sundur eins og með appelsínubörk. Tíndu út granateplin og settu þau í skál. Skolaðu síðan með vatni og þá tekur þú eftir því að eitthvað af hýðinu (ef það er til staðar) byrjar að fljóta efst.
Í morgunskál hrærðu chia og kínóa vel saman (bættu saltinu við hér – val) og toppaðu með brakandi ferskum granateplum.
Hollráð til að njóta grautarins enn frekar:
Leggðu kínóa í bleyti yfir nóttu, þá eldast þau fyrr.
Bónus hollráð:
Settu lítinn lífrænan dökkan súkkulaðimola út í grautinn og hrærðu þar til súkkulaðið bráðnar, hér færð þú smá auka ást úr grautnum.