Djúsí heimagerð samloka með spicy-majó að hætti Mæðgnanna

Suma daga langar mann bara í almennilega djúsí samloku.
Suma daga langar mann bara í almennilega djúsí samloku. maedgurnar.is

Mæðgurnar Solla á Gló og Hildur slá enn á ný í gegn og nú er það tryllt djúsí samloka sem kætir sál og kropp. Samlokan er dálítið púsl en vel þess virði. Smelltu hér til að sjá hvernig þær mæðgur útbúa sitt eigið vegan-majónes.

Djúsí samloka með heimagerðu spicy-mayo

2 súrdeigsbrauðsneiðar
2 salatblöð
smá spínat
2 sneiðar af bufftómat
½ avocadó í sneiðum
4-5 laukhringir
4-5 brokkolí-„blóm“, steikt á grillpönnu
1-2 msk. kókosflögu „feikon“
4-5 msk. spicy mayo

Heimagert spicy mayo

3 msk. soð af niðursoðnum kjúklingabaunum (aquafaba)
1 msk. sítrónusafi
1 msk. eplaedik
1 tsk. hlynsíróp eða önnur sæta
¾ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. möluð sinnepsfræ (fást í kryddhillum stórmarkaðanna – má sleppa)
1 msk. chilimauk eða harissamauk (má sleppa ef vill)
190 – 230 ml góð kaldpressuð olía – (bragðlítil ef þið viljið hlutlaust bragð – við notuðum bragðmikla jómfrúarólífuolíu)

Aðferðin

  1. Setjið allt nema olíuna í blandara og blandið í ca. 1 mín. á frekar hárri stillingu.
  2. Lækkið hraðann og takið annaðhvort lokið af blandaranum eða ef það er lítill tappi á lokinu takið hann þá úr – og hellið olíunni mjög rólega í þunnri bunu þar til mayo-ið er orðið þykkt. Það getur verið að þið þurfið ekki alla olíuna, þið stoppið þegar mayo-ið er fullkomið.

Kókosflögu „feikon“

1 dl kókosflögur
1 msk. hlynsíróp
½ tsk. chipotle duft – eða reykt papirka
½ tsk. sjávarsalt

Aðferðin

  1. Hrærið saman hlynsírópi, chipotle og sjávarsalti, bætið kókosflögunum út í og blandið saman við.
  2. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, dreifið flögunum þar ofan á og bakið við 160°C í 15 -20 mín. eða þar til þær eru tilbúnar.

Samlokan

  1. Ef þið eigið grillpönnu er fullkomið að nota hana bæði við að grilla brauðsneiðarnar og brokkolíið, notið annars bara ykkar pönnu.
  2. Setjið smá olíu á grillpönnu/venjulega pönnu og grillið brauðið öðrum megin.
  3. Á meðan pannan er heit, bætið smávegis af olíu á pönnuna og grillsteikið brokkolíið þar á, saltið með nokkrum sjávarsaltflögum.
  4. Smyrjið brauðið með mayo, setjið salat og spínat ofan á, síðan tómatsneiðarnar og avókadósneiðarnar, laukhringina og brokkolíið og endið á að setja kókosflögu-„feikonið“ á samlokuna og lokið með grillaðri brauðsneið sem búið er að smyrja með spicy mayo.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert