Fullkomið pasta á 20 mínútum

Girnilegt og einfalt.
Girnilegt og einfalt. Jennifer Berg / Jen´s Delicious Life

Gott pasta er alltaf klassískt og ekki spillir fyrir þegar rjóminn blandar sér í málið ásamt sólþurrkuðum tómötum og mozzarella-osti. Þessi uppskrift eftir Jennifer Berg er jafn-skotheld og hún er einföld. Þetta er því fullkominn kvöldverður á aðeins tuttugu mínútum.

Jennifer heldur úti bloggsíðunni Jen´s Delicious Life auk þess sem hún er órjúfanlegur hluti af Trentnet.is.

Jennifer Berg er listakokkur.
Jennifer Berg er listakokkur.

Uppskrift

  • 350 gr tortellini með ostafyllingu
  • ólífuolía og salt (til að setja út í vatnið þegar pastað er að sjóða)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar í olíu úr krukku. Hellið olíunni af og skerið tómatana í tvennt.
  • 3 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
  • hálfur poki af fersku spínati
  • 4 dl matreiðslurjómi
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. paprikuduft
  • 125 gr mozzarella-ostur, skorinn í bita.
  • 10 basillauf, söxuð
  • rifinn parmesan-ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum. Hellið vatninu af og leggið til hliðar.
  2. Setjið sólþurrkuðu tómatana og olíuna á pönnu á miðlungshita. Bætið við hvítlauk og eldið í mínútu eða svo. Bætið við fersku spínati og haldið áfram að elda uns spínatið er orðið mjúkt.
  3. Bætið við matreiðslurjómanum, salti, paprikukryddi og látið suðuna koma upp. Lækkið undir.
  4. Bætið við basillaufunum og tortellini-inu. Blandið vel saman á lágum hita og bætið loks við mozzarella-ostabitunum. Hrærið uns osturinn er farinn að bráðna.
  5. Smakkið og kryddið til eftir smekk.
  6. Berið fram og stráið parmesan-osti yfir diskana.
Látið malla á pönnunni og bætið svo tortellini-inu saman við.
Látið malla á pönnunni og bætið svo tortellini-inu saman við. Jennifer Berg / Jen´s Delicious Life
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka