Stórkostlegar tortillur að hætti Helgu Gabríelu

Hér eru tortillur með kínóa, steiktu grænmeti og baunum sem …
Hér eru tortillur með kínóa, steiktu grænmeti og baunum sem eru svo ótrúlega nærandi og bragðgóðar að þær slá alltaf í gegn á mínu heimili. Frábær réttur bæði sem hádegis- eða kvöldmatur og ekki síst sem nesti í vinnuna daginn eftir. Ofureinfaldar að gera og dásamlega góðar. mbl.is/helgagabriela.is

Heilsubomban og grænkerinn Helga Gabríela er komin í sumarskap eins og sést á þessari dásamlegu uppskrift sem hún birti á helgagabriela.is. „Hér eru tortillur með kínóa, steiktu grænmeti og baunum sem eru svo ótrúlega nærandi og bragðgóðar að þær slá alltaf í gegn á mínu heimili. Frábær réttur bæði sem hádegis- eða kvöldmatur og ekki síst sem nesti í vinnuna daginn eftir. Ofureinfaldar að gera og dásamlega góðar. Ef þú ert eins og ég og elskar mexíkóskan mat þá á þetta eftir að slá í gegn. Rétturinn kemur jafnvel hörðustu kjötætunum á óvart. Alveg svakalega gott.

Tortillurnar fylli ég með bragðmiklu kínóa- og svartbaunahakki, alls konar gúmmelaði og geggjuðu guacamole mmm… þvílík sæla! Ofurkornið kínóa gefur réttinum góða fyllingu og þar að auki er það stútfullt af næringu. Hægt er að matreiða það á margan hátt. Í súpur, pottrétti og salat svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana er einmitt kínóagrautur með hempmjólk, kókosolíu og berjum sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur Loga á morgnana.
Ef þú ert eins og ég og elskar mexíkóskan mat þá á þetta eftir að slá í gegn. Rétturinn kemur jafnvel hörðustu kjötætunum á óvart. Alveg svakalega gott.“

Svartbaunahakkið tryllir jafnvel hörðustu kjötætur.
Svartbaunahakkið tryllir jafnvel hörðustu kjötætur. mbl.is/helgagabriela.is
Kínóa- og svartbaunahakk:

laukur
paprika
2 hvítlauksrif
portóbellósveppur
1 bolli af elduðu kínóa
dós af rauðum eða svörtum baunum
dós af tómötum
2 msk. góð ólívuolía
1 tsk. malað kúmen
1 tsk. cayennepipar
1 tsk. paprika
salt og pipar eftir smekk
2 msk .tamari

Aðferð: Grænmetið skorið niður. Hitið ólífuolíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn þar á í um 5-7 mín. Setjið portóbellósveppinn og paprikuna út á og haldið áfram að láta þetta eldast í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið kínóa og baununum ú tá og steikið allt létt saman. Í lokin er hellt dós af tómötum út á og kryddað til eftir smekk. Setjið í skál og berið fram.

Guaqamole:

2 avókadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
safi úr einni límónu
1/2 rauðlaukur, fínsaxaður
1 hvítlauksrif, pressað
kirsuberjatómatar, eftir smekk
handfylli af kóríander, saxað
1/2 tsk. sjávarsalt
smávegis hvítur pipar

Aðferð: Stappið avókadóið með gaffli svo það verði að mauki, gott að hafa svolítið af „chunky“ bitum. Þessu er síðan öllu hrært saman í skál með restinni af uppskriftinni. Fátt betra en að fá gott guacamole.

Meðlætið sem mér finnst gott að vera með er gular baunir, jalapeños, blanda af spínati og klettasalati, rifinn mozzarella, salsa, tortillaflögur og síðan er algjört lykilatriði að kreista límónu yfir hakkið og nota 18% sýrðan rjóma.

Helga Gabríela er grænkeri og elskar mexíkóskan mat.
Helga Gabríela er grænkeri og elskar mexíkóskan mat. mbl.is/helgagabriela.is
mbl.is/helgagabriela.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert