Kjúklingasalat með svindlsósu

Smoothie er hér notaður sem sósa. Ferskt, fljótlegt og gott!
Smoothie er hér notaður sem sósa. Ferskt, fljótlegt og gott! mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég bauð upp á þetta kjúklingasalat um daginn. Þær góðu konur sem brögðuðu réttinn töluðu sérstaklega um hvað sósan var góð. Ég gat ekki fengið mig til að segja þeim að þetta var í raun bara „smoothie“ úr flösku! Það er að segja berjaþeytingur! Ég notaði acai-berja-smoothie en það má vel setja bara frosin hindber eða bláber og einn vel þroskaðan banana í blandarann með smá appelsínusafa og nota það í staðinn.

2 kjúklingabringur, skornar í bita
Blómkál eða spergilkál eða bæði (ég fékk þetta fallega fjólubláa í Nettó)
1 sæt kartafla 
1/2 grænt epli
2 dl bláber 
Góð salatblanda
Ristaðar kasjúhnetur 
Cajun BBQ-krydd eða annað gott grill-kjúklingakrydd
1 msk. ítalskt krydd
Sítrónuolía (ólífuolía með sítrónukeim)
Ólífuolía til steikingar 
Salt 

  1. Steikið kjúklinginn upp úr góðri ólífuolíu, ítalska kryddinu og grillkryddinu uns gegnsteikt. Varist þó að ofsteikja! 
  2. Skolið allt grænmetið og ávextina.
  3. Steikið sætu kartöfluna á pönnu með ólífuolíu og salti. Setjið til hliðar.
  4. Skerið blómkál og spergilkálið og léttsteikið við háan hita upp úr ólífuolíu og salti. 
  5. Skerið eplið í þunnar skífur.
  6. Raðið salatinu í skál og hellið steikta grænmetinu og kjúklingnum yfir. Raðið eplaskífunum yfir salatið og því næst berjunum. Hneturnar fara svo á toppinn og 1 msk. af sítrónuolíu er dreypt yfir. 
  7. 2 - 3 msk. af "smoothie" er svo dreypt yfir salatið. 


Tilvalið sumarsalat sem einnig má nýta afgangskjúkling í og jafnvel bæta við fetaosti.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert