Hollari „Rice Krispies“-kökur

Poppað kínóa er notað í staðinn fyrir dísætt morgunkorn.
Poppað kínóa er notað í staðinn fyrir dísætt morgunkorn. mbl.is/helgagabriela.is

Matarbloggarinn Helga Gabríela gerði hollari útgáfu af hinum sívinsælu „Rice Krispies“-kökum. Þessar elskur innihalda aðeins 5 hráefni og eru mjög ljúffengar.

„Rice Krispies-bitar sem eru ofureinfaldir í gerð og ótrúlega góðir. Ég á í raun erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessu sælgæti. Hvet ykkur bara til að prufa sjálf, smakka og njóta með góðri samvisku. Það þarf einungis 5 hráefni: poppað kínóa, hnetusmjör, kókosolíu, hlynsíróp og lífrænt kakó,“ segir Helga Gabríela en hún heldur úti helgagabriela.is.

Uppskriftin er passleg í 20 form

60 g poppað kínóa
35 g lífrænt kakóa
6 msk. hlynsýróp
5 msk. kókosolía
2 msk. hnetusmjör
lítil kökuform

Aðferð:

Setjið allt í pott nema kínóaið. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið poppaða kínóanu saman við og hrærið vel þannig að súkkulaðiblandan þeki allt kínóaið.

Setjið í lítil form og kælið 20 mínútur. Þessa uppskrift má líka nota til að gera t.d. kökubotn, þá er blandan sett í kökumót eða fat, svo er hægt að þekja hana með bananasneiðum, þeyttum rjóma og karamellusósu.

Njótið vel!

mbl.is/helgagabriela.is
Helga Gabríela er mikill sælkeri.
Helga Gabríela er mikill sælkeri. mbl.is/helgagabriela.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert