Sumarlegt grillpartí í sumarbústað

Marineringin er ákaflega góð og hana má vel nota sem …
Marineringin er ákaflega góð og hana má vel nota sem sósu með réttinum. Hér er kjötið fyrir grillun en kjötið er aðeins grillað í um 2 mín á hvorri hlið. mbl.is/Tobba Marinós

Linda Björk Ingimars­dótt­ir, mat­gæðing­ur Mat­ar­vefjar mbl.is fór ham­förum síðustu helgi. Þemað var létt­ir og sum­ar­leg­ir grill­rétt­ir og ekki lét hún stoppa sig þótt til­fallandi hríð dyndi yfir meðan á elda­mennsk­unni stóð. Rétt­irn­ir koma héðan og þaðan úr heim­in­um en eiga það all­ir sam­eig­in­legt að vera í holl­ari kant­in­um og ákaf­lega bragðgóðir. Mat­ar­vef­ur­inn laumaði sér í mat­ar­boðið og sann­reyndi alla rétt­ina sem færðu svo sann­ar­lega sól og sum­aryl í kropp­inn.

Nautar­úllu­spjót með magnaðri mar­in­er­ingu

Mar­in­er­ing/​sósa
200 ml sojasósa
1 msk. hrá­syk­ur
1-2 msk. ses­a­mol­ía
1 rauðlauk­ur, saxaður eða raspaður
1 rautt chilli, fræhreinsað og saxað
½ bolli kórí­and­er – í lok­inn áður en um­framsós­an er sett á borð

Allt hrært sam­an. Látið standa uns hrá­syk­ur­inn hef­ur leyst upp.

Rúll­urn­ar

600 g nauta­lund eða innra læri, skorið í þunn­ar sneiðar
1 rauð paprika, skor­in í þunn­ar lengj­ur
1 gul paprika, skor­in í þunn­ar lengj­ur
1 græn paprika, skor­in í þunn­ar lengj­ur
2 rauð chili, fræhreinsuð og skor­in í þunn­ar lengj­ur. Ath., því minna sem chilí­al­d­inið er því sterk­ara er það.

Grillp­inn­ar eða spjót

Fletjið kjötsneiðarn­ar út með hamri ef þarf. Setjið einn strim­il af hverju inn í rúll­una, rúllið kjöt­inu upp og þræðið upp á grillp­inna eða spjót.

Penslið með mar­in­er­ing­unni og látið standa í 30 mín­út­ur.

Grillið í tvær mín­út­ur á hvorri hlið.

Berið af­gang­inn af mar­in­er­ing­unni fram sem sósu til að dýfa í.

mbl.is/​Tobba Marinós
Bakaðar kart­öfl­ur með feta­ostasósu

Þessi sósa er al­gjört dúnd­ur og hent­ar einnig vel sem köld grillsósa með mat eða sem ídýfa með græn­meti. En hér setj­um við hana í bakaðar kart­öfl­ur.

6 væn­ar grill­kart­öfl­ur,vel þvegn­ar
Salt
álp­app­ír

Pakkið kart­öfl­un­um inn í álp­app­ír með svo­litlu salti. Saltið ger­ir hýðið stökk­ara og því bragðbetra. Grillið í sirka klukku­stund eða þar til prjónn renn­ur í gegn­um kart­öfl­una og hún er orðin mjúk í gegn.

Sós­an
180 g grísk jóg­úrt
100 g sýrður rjómi
1 vor­lauk­ur, saxaður
120 g hreinn fet­ost­ur (kubb­ur), mul­inn
Salt og pip­ar eft­ir smekk

Öllu er hrært sam­an í skál.

mbl.is/​Tobba Marinós


Hrís­grjóna­sal­at með app­el­sín­um, kórí­and­er og granatepl­um

Þetta sal­at er ein­stak­lega sum­ar­legt og gott. Það má vel bæta við baun­um eða kjúk­lingi og nota það sem aðal­rétt eða borða kalt sal­atið í há­deg­inu eft­ir.
1 bolli svört hrís­grjón frá Mr. Org­anic
1 og ½ app­el­sína
1 bolli kórí­and­er, saxað
½ bolli ristaðar furu­hnet­ur
2 vor­lauk­ar, saxaðir
1 chilí, fræhreinsað og saxað
½ bolli granatepla­kjarn­ar

Sósa

¼ bolli fersk­ur lime-safi
3 msk. ólífu­olía
1-2 msk. fiskisósa (fer eft­ir því hversu mikið salt þú vilt)

Hrís­grjón­in eru soðin sam­kvæmt leiðbein­ing­um og sett til hliðar. Blandið öll­um inni­halds­efn­un­um í sós­una sam­an og látið til hliðar.

App­el­sín­an er skræld og reynt að nota aðeins ávaxta­kjöt og losna við sem mest af hvíta hlut­an­um. Blandið hrís­grjón­un­um og öll­um inni­halds­efn­um sam­an.

Hellið sós­unni yfir og hrærið vand­lega sam­an.

mbl.is/​Tobba Marinós


Mojitó-mar­in­eraður an­an­as með jóg­úrtsósu

Þessi an­an­as er ákaf­lega góður bæði sem eft­ir­rétt­ur eða án jóg­úrt­ar­inn­ar/​íss­ins sem meðlæti með grill­mat. Það má einnig skera hann í ten­inga og þræða upp á spjót og grilla - full­komið meðlæti með grilluðum kjúk­lingi.

1 fersk­ur an­an­as, skræld­ur og skor­inn í sneiðar
1 búnt mynta
1 dl hrá­syk­ur
1 dolla kó­kosjóg­úrt eða kó­kos­ís

Merjið syk­ur­inn og mynt­una í morteli.

Hellið mar­in­er­ing­unni yfir an­anasinn og látið mar­in­er­ast við stofu­hita í um klst.

Berið fram með kó­kosjóg­úrt eða kó­kos­ís.

Marineringin á nautakjötið.
Mar­in­er­ing­in á nauta­kjötið. mbl.is/​Tobba Marinós
mbl.is/​Tobba Marinós
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka