Brjáluð berja- og rabarbarapæ

Þessi berja-og rabarbarabomba er vissulega eitt mesta góðgæti sem hægt …
Þessi berja-og rabarbarabomba er vissulega eitt mesta góðgæti sem hægt er að bjóða upp á. mbl.is/TM

Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur á eatrvk.com, tók til í frystinum í vikunni og uppgötvaði að hún á fullt af rabarbara frá því í fyrra sem varð að koma í not því nú fer að detta inn næsta rabarbarauppskera. Linda lumaði einnig á dýrindisberjum sem nú fást víða á góðu verði og úr varð þessi stórkostlega rabarbara- og berjabomba. Ákaflega sumarleg og bragðmikil baka sem allir elska.

Berjabomban svíkur engan.
Berjabomban svíkur engan. mbl.is/TM

Toppur:
2/3 bolli haframjöl
2/3 bolli heilhveiti
1/3 bolli púðursykur
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
90 g smjör, kalt skorið í litla bita

Fylling
2 epli, pink lady
2 stönglar rabarbari 
1/2 bolli bláber
1/2 bolli brómber
Safi úr 1/2 appelsínu
1/3 bolli sykur


Gerið deigið fyrst.
Blandið öllum þurrefnum saman og klípið smjörið saman við blönduna, þar til þurrefnin hafa blandast smjörinu alveg. Geymið í kæli meðan fylling er gerð.
Skrælið og skerið eplið í bita og setjið í skál, saxið rabarbarann í bita og bætið saman við. Blandið rest af berjum, sykri og safa úr appelsínu og hrærið. Hellið blöndunni í eldfast mót sem búið er að smyrja með smjöri.
Myljið deigið yfir og dreifið jafnt, bakið í forhituðum ofni við 180 gráður í 40 - 50 mínútur eða þar til bakan er fallega gyllt

Berið fram með rjóma eða ís. Hægt er að breyta uppskriftinni eftir hentugleika og því sem til er hverju sinni og leika sér með hvaða ber eru notuð í bökuna.

Pæjan hvarf fljótt og vel ofan í gesti.
Pæjan hvarf fljótt og vel ofan í gesti. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert