Kartöflusalat er ákaflega vinsælt meðlæti á sumrin en tilvalið er að prófa sig áfram með krydd og bragðefni til að auka fjölbreytnina. Þetta salat sendi góð vinkona okkur en hún sver sig í bak og fyrir að þessi uppskrift sé með þeim bestu sem hún hefur bragðað.
600 gr. kartöflur
1 rauðlaukur, fínsaxaður
1 msk. ólífuolía
1 tsk. Dijon-sinnep
1 lúka fínsaxaður graslaukur
1 lúka fínsöxuð flatlaufa steinselja
3 msk. majónes eða sýrður rjómi
1-2 msk. Toro-púrrulaukssúpa
Sjóðið kartöflurnar og skrælið.
Blandið sósunni saman í skál og bætið kartöflunum síðan við.
Verði ykkur að góðu!