Klikkað kartöflusalat

Púrrulaukssúpan og sinnepið gefa salatinu sérlega góðan keim.
Púrrulaukssúpan og sinnepið gefa salatinu sérlega góðan keim. aðsend/mbl.is

Kart­öflu­sal­at er ákaf­lega vin­sælt meðlæti á sumr­in en til­valið er að prófa sig áfram með krydd og bragðefni til að auka fjöl­breytn­ina. Þetta sal­at sendi góð vin­kona okk­ur en hún sver sig í bak og fyr­ir að þessi upp­skrift sé með þeim bestu sem hún hef­ur bragðað.

Klikkað kartöflusalat

Vista Prenta

600 gr. kart­öfl­ur
1 rauðlauk­ur, fínsaxaður

1 msk. ólífu­olía

1 tsk. Dijon-sinn­ep
1 lúka fínsaxaður graslauk­ur
1 lúka fín­söxuð flat­laufa stein­selja
3 msk. maj­ónes eða sýrður rjómi
1-2 msk. Toro-púrru­laukssúpa

Sjóðið kart­öfl­urn­ar og skrælið.

Blandið sós­unni sam­an í skál og bætið kart­öfl­un­um síðan við.

Verði ykk­ur að góðu!

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert