Það er fátt meira viðeigandi á sumrin en að grilla góðan mat og helst slá upp veislu eða almennilegu matarboði eins oft og kostur er. Oftar en ekki tengja menn helst kjötmeti við grill en matgæðingar vita að það er fátt betra en grillað grænmeti.
Hvort sem þið ætlið að bjóða eingöngu upp á grænmeti eða hafa það sem meðlæti er þetta einstaklega viðeigandi og frábær uppskrift enda kemur hún úr smiðju Júlíu Magnúsdóttur, heilsumarkþjálfa og konunnar á bak við Lifðu til fulls-bókina sem selst hefur eins og heitar lummur.
Júlía veit hvað hún syngur og þessi uppskrift svíkur ekki.
Bloggið hennar Júlíu er hægt að nálgast hér.
Grænmetisgrillveisla
–
Borið fram með:
Ferskri steinselju.
Kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls-bókinni eða vegan fetaosti.
-
Aðferð:
1. Hitið grillið.
2. Skerið gulrætur í strimla og sjóðið í saltvatnið í 2-3 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
3. Skerið á meðan kúrbít, eggaldin, papriku, sveppi, raðið á grillbakka og bætið svo gulrótum við.
4. Hrærið kryddum og olíu saman. Penslið grænmetið með olíublöndunni og setjið grillbakka á grillið.
5. Grillið í 15 mín. eða þar til eldað í gegn. Snúið þó grænmetinu við eftir helming eldunartímans. Mér finnst gott að bera fram grænmetisveisluna með ferskri steinselju og kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls-bókinni. Gott eitt og sér eða með hvaða grillmat sem er.