Truflaður súkkulaðisjeik

Girnilegur og virkilega góður. Bananar eru nefnilega fullkomin uppistaða í …
Girnilegur og virkilega góður. Bananar eru nefnilega fullkomin uppistaða í ís, séu þeir vel þroskaðir. mbl.is/Lifdutilfulls.is

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi deildi þessari uppskrift fyrir skemsmtu. Þetta er ótrúlega góður gúmmelaði sjeik sem má nánast borða í morgunmat en þá kannski borgar sig að sleppa sósunni.

Truflaður súkkulaðisjeik með fudge sósu


Ísinn

2 bananar, afhýddir og frosnir
2 msk dökkt lífrænt kakóduft
2-4 dropar stevia með súkkulaðibragði og 1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp
vanilluduft á hnífsoddi
örlítið af vatni eða möndlumjólk

  –

Súkkulaði-fudge

2 msk kakóduft
4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp
2-4 dropar stevia
2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði
1 msk vatn
salt eftir smekk

Ofaná

ristaðar heslihnetur eða möndlur
kakónibbur

1. Byrjið á að útbúa dásamlegu súkkulaði-fudge sósuna með því að bræða kókosolíuna. Setjið hráefni í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Geymið í kæli á meðan þú útbýrð ísinn.

2. Skerið frosna banana í bita og vinnið í matvinnsluvél eða blandara ásamt rest af hráefnum þar til ísáferð fæst. Bætið við vökva eftir þörfum. Ef blandarinn er kraftlítill er matvinnsluvél betri kostur.

3. Hellið í fallegt glas og berið strax fram með súkkulaði-fudge sósu, ristuðum hesilhnetum og kakónibbum! Rör eða skeið virka vel. Njótið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert