Þessi réttur er bæði lágkolvetna og djúsí og hentar því vel við djammviskubiti. Það er að segja eftir að hafa drukkið áfengi langar fólk oft í djúsí mat daginn eftir en hefur oft hesthúsað ansi mikil af kolvetnum og sykri í formi áfengis og þá er gott að bæta ekki á herlegheitin. Því er þessi pítsa fullkomin. Botninn er gerður úr stórum erlendum sveppum sem kallast portobello og fást víða svo sem í Hagkaupum og Costco.
Við notuðum þessa heimagerðu pítsusósu en það má vel nota keypta.
6 vænir portobellosveppir
pítsusósu
ferskur mozzarella eða rifinn
hráskinka
smátómatar, skornir í tvennt og kjarnhreinsaðir (svo pítsan verði ekki of blaut)
pipar
fersk basillauf