Lágkolvetna pítsa með hráskinku og mozzarella

Þessar smápítsur eru ákaflega góðar og hollar.
Þessar smápítsur eru ákaflega góðar og hollar. mbl.is/TM

Þessi réttur er bæði lágkolvetna og djúsí og hentar því vel við djammviskubiti. Það er að segja eftir að hafa drukkið áfengi langar fólk oft í djúsí mat daginn eftir en hefur oft hesthúsað ansi mikil af kolvetnum og sykri í formi áfengis og þá er gott að bæta ekki á herlegheitin. Því er þessi pítsa fullkomin. Botninn er gerður úr stórum erlendum sveppum sem kallast portobello og fást víða svo sem í Hagkaupum og Costco.

Við notuðum þessa heimagerðu pítsusósu en það má vel nota keypta.

Hráefnið í pítsuna má sjá hér. Hvítlaukinn fór í hvítlauksolíu …
Hráefnið í pítsuna má sjá hér. Hvítlaukinn fór í hvítlauksolíu sem höfð var með. mbl.is/TM

6 vænir portobellosveppir
pítsusósu 
ferskur mozzarella eða rifinn 
hráskinka 
smátómatar, skornir í tvennt og kjarnhreinsaðir (svo pítsan verði ekki of blaut)
pipar 
fersk basillauf

  1. Takið fótinn af sveppunum og setjið þá á bökunarpappír og bakið í 8 mínútur við 180 gráður.
  2. Takið sveppina út og þerrið með pappír því það kemur gjarnan vatn úr þeim við baksturinn.
  3. Setjið sósu á sveppina, hráskinku, því næst tómata og svo ostinn. 
  4. Bakið við 200 gráður í 10 mínútur og setjið grillið á síðustu 5 mínútur.
    Þerrið pítsurnar með pappír ef vatn lekur úr þeim.
  5. Piprið og setjið fersk niðurskorin basillauf á toppinn áður en þið berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert