1 dl vatn
1 laukur
1 msk paprikukrydd
2 lárviðarlauf
2 hvítlauksrif
1 rauð/gul paprika (má sleppa)
½-1 sæt kartafla (fer eftir stærð)
1 kúrbítur
2 dl rauðar linsubaunir, skolaðar
700 ml vatn
200 ml aukaefnalaus kókosmjólk
400-500 ml niðursoðnir tómatar (má sleppa og setja vatn)
3 msk lífrænn, msg- og gerlaus grænmetiskraftur
Laukur og hvítlaukur skorinn smátt og mýktur í vatninu ásamt kryddi og lárviðarlaufum. Grænmetið þvegið og afhýtt (ef við á), skorið smátt og bætt jafnóðum út í pottinn og hrært í af og til. Linsubaunirnar skolaðar í köldu vatni í sigti og bætt út í. Allt mýkt í dálitla stund. Þá er vatni, kókosmjólk og tómötum bætt út í ásamt grænmetiskrafti. Suðan látin koma upp og þá er hitinn lækkaður og látið malla í um 20 mín.