Þessi mexíkóska ídýfa er fullkomin í næsta partý eða sem helgargúmmelaði handa fjölskyldunni. Það er hún Dröfn Vilhjálmsdóttir á Eldhussogum.com sem á heiðurinn af þessu gúmmelaði en hún er snillingur í partýréttum.
Uppskrift:
Fyrir meðalstórt eldfast mót
Rjómaosti er smurt á botn eldfasta mótsins. Þá er niðursoðnu bauninum dreift jafnt yfir rjómaostinn. Jalapeno er saxað smátt og dreift yfir baunirnar. Þá er sýrðum rjóma blandað saman við hálft bréf af taco-kryddi og blöndunni dreift yfir jalapenos. Því næst er smátt söxuðum rauðlauk dreift yfir sýrða rjómablönduna. Síðan er rifna ostinum dreift yfir rauðlaukinn. Þá er rifni osturinn þakinn með taco-sósu. Því næst er söxuðum svörtum ólífum dreift yfir taco-sósuna og loks er söxuðum kóríanderblöðum dreift yfir ólífurnar.
Borið fram í t.d. Tostitos-skálum (fást yfirleitt í Hagkaup) eða með Kirkland Tortilla chips sem fást í Costco.