Stundum langar mann bara í eitthvað virkilega djúsí en um leið næringarríkt. Ég hafði boðið foreldrum mínum í mat og vissi því að mamma elskar allt mexíkóskt eins og ég en pabbi vill helst hafa kjöt í öllu eins og margir menn af hans kynslóð. Því keypti ég gott hakk, beint frá bónda, og bjó til mexíkóskan djúsímat. Hver ögn af matnum kláraðist og meira að segja pabbi hafði orð á því hvað þetta hefði verið gott en hann er nú ekki mikill mexíkó-maður enda alinn upp á skagfirsku lambakjöti og öðrum mat sem hann veit hvaðan kom.
Með réttinum bauð ég upp á guðdómlegt guacamole. Sjá uppskrift hér.
6-8 heilhveiti tortillakökur
5oo g nautahakk
taco-krydd eða Cajun bbq krydd frá Pottagöldrum
1 laukur
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 krukka salsa eða taco sósa.
Rifinn ostur
Olía
Til að toppa með: Iceberg 1/2 haus
Í salsað:
3 tómatar
1/2 tsksmjör
1/2 búnt ferskt kóríander
100 g maísbaunir (helst frosnar extra sætar í fást í Nettó) má sleppa
1/ lime, safinn úr því
Salsa-aðferð:
Steikið maísbaunirnar við háan hita upp úr smá smjöri svo þær taki smá lit.
Látið þær kólna að mestu.
Skerið tómatana í litla teninga og setjið í skál með baununum. Saxið kóríanderið og blandið saman við og hellið limesafanum saman við og hrærið saman.
Rétturinn:
Saxið laukinn og steikið á pönnu upp úr olíu. Þegar hann er farin að mýkjast er hakkinu bætt við. Kryddið eftir smekk með taco-kryddi eða Caju bbq. Varist að ofsteikja hakkið.
Skerið paprikurnar í strimla og bætið við á pönnuna þegar hakkið er nánast tilbúið. Steikið í 3 mínútur og slökkvið svo undir.
Setjið olíu í eldfast mót og fyllið hverja pönnuköku með hakkfyllingunni og rúllið upp.
Hellið salsasósu yfir og þekjið með rifnum osti.
Bakið í 180 gráðum heitum ofni í 20 mín eða þar til osturinn er tekin að gyllast og kökurnar verða stökkar.
Á meðan herlegheitin eru að bakast er salsað útbúið og kálið skorið niður. Svo fer kálið yfir réttinn og toppað með salsanu og límónusneiðum eða bátum.
Virkilega gott!
mbl.is/TM
Hakkið fer svo inn í kökurnar og þeim er rúllað upp.
mbl.is/TM