Meistari Albert Eiríksson á heiðurinn að þessu salati sem hann sver að sé það al-hollasta í heimi. Við trúum honum að sjálfsögðu enda getur ekkert salat sem inniheldur reyktan lax verið annað en bráðhollt.
Sjálfur segir Albert: „Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott.
Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við."
Blandið öllu saman.
<strong>Dressing:</strong>Setjið í krukku með loki og hristið saman. Hellið yfir salatið.