Hin nýja íslenska kjötsúpa

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Lækn­ir­inn í eld­hús­inu kall­ar ekki allt ömmu sína í eld­hús­inu og hér býður hann upp á frá­bært til­brigði við hina klass­ísku kjötsúpu en hann bæt­ir meðal ann­ars við púrru, hnúðkáli, ís­lensku perlu­byggi og fersk­um kryd­d­jurt­um.
Upp­skrift­in lof­ar góðu eins og reynd­ar allt sem lækn­ir­inn eld­ar og við hlökk­um til að prófa.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Hin nýja íslenska kjötsúpa

Vista Prenta
Hin nýja ís­lenska kjötsúpa- ljúft blæ­brigði við klass­ísk­an rétt - með mirepoix, púrru, hnúðkáli, ís­lensku perlu­byggi og fersk­um kryd­d­jurt­um
Þegar maður sæk­ir að svona helg­um vé er eins gott að maður mæti vel vopnaður, og þegar ég segi vopnaður á ég auðvitað við að ég sé með góð hrá­efni á taktein­un­um. 
Fyr­ir 10-12 
  • 3 kg blandað súpu­kjöt
  • 2 kg kart­öfl­ur
  • 2 boll­ar perlu­bygg
  • 4 hand­fylli græn­kál
  • 8 gul­ræt­ur
  • 2 hnúðkál
  • 1 púrra
  • 2 rauðlauk­ar
  • 2 sell­e­rístang­ir
  • heill hvít­lauk­ur
  • 2 salvíu­grein­ar
  • hand­fylli stein­selja
  • 10 eini­ber
  • 1 msk blóðberg
  • lambakraft­ur eins og þarf
  • salt og pip­ar
  • Lea & Perr­ins Worchesters­hire sósa eft­ir smekk
  • smjör og olía til steik­ing­ar
Aðferð:
  1. Ég keypti tvo sagaða lamba­framparta - skolaði þá und­ir kran­an­um og þerraði vand­lega. Saltaði ríku­lega og pipraði.
  2. Hitaði svo pott­inn ræki­lega, bræddi smjör í smá skvettu af jóm­frúarol­íu og brúnaði kjötið að utan.
  3. Skar rauðlauk, sell­e­rí, þrjár gul­ræt­ur ásamt púrr­unni og steikti í 10 mín­út­ur þangað til græn­metið var mjúkt. Saltiði og pipraði.
  4. Svo raðaði ég kjöt­inu aft­ur ofan í pott­inn og blandaði vand­lega sam­an við græn­metið.
  5. Svo bætti ég meira vatni í pott­inn, svo lambakrafti og hitaði var­lega að suðu. Ég reyndi hvað ég gat að fleyta froðunni ofan af súp­unni, þannig verður hún fal­legri þegar hún er bor­in á borð.
  6. Tvær til þrjár msk af blóðbergi var bætt sam­an við.
  7. Nokk­ur ilm­andi eini­ber.
  8. Nokk­ur bragðmik­il salvíu­blöð.
  9. Og svo stein­selja.
  10. Og ekki gleyma hvít­laukn­um - hann gef­ur ljúf­an hita í súp­una sem ger­ir ekk­ert annað en að mýkja upp í manni and­ann og bæta hjá manni and­ar­drátt­inn.
  11. Það er gott að leyfa þess­ari súpu að sjóða var­lega í tvær klukku­stund­ir eða svo. Þá er ágætt að hug­leiða lífið og merk­ingu þess á meðan maður flysj­ar gul­ræt­urn­ar, hnúðkál og kart­öfl­ur og sneiðir niður í nokkuð álíka bita. Skerið einnig græn­kálið niður.
  12. Mér finnst að ís­lenskt perlu­bygg eigi að vera í ís­lenskri kjötsúpu. Mér finnst það vera mun rök­rétt­ara en að nota hrís­grjón.
  13. Setjið tvær til þrjár hand­fyll­ir út í súp­una ásamt græn­met­inu og sjóðið í um 25 mín­út­ur þangað til að allt græn­metið er mjúkt í gegn. Saltið og piprið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert