Steiktar fajita-kjúklingavefjur

Það er ekkert að þessu.
Það er ekkert að þessu. mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit

Við elskum svona einfaldar uppskriftir sem virðast tikka í öll box hvað varðar gæði, bragð og huggulegheit. Þetta er hinn fullkomni réttur ef út í það er farið og passar vel á hvaða vikudegi sem er. 

Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem á þessa uppskrfit og eins og hennar er von og vísa er hún eitthvað sem við verðum að prófa. 

Gómsætt og girnilegt.
Gómsætt og girnilegt. mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit

Steiktar fajita-kjúklingavefjur

  • 1 kjúklingur (ég keypti tilbúinn grillaðan kjúkling)
  • 1 poki fajitas-krydd
  • rauð paprika
  • græn paprika
  • laukur
  • kóriander (má sleppa)
  • sýrður rjómi eða ostasósa
  • ostur

Aðferð:

  1. Rífið kjúklinginn niður og skerið paprikunar og laukinn í strimla. Steikið allt saman á pönnu og kryddið með fajitas-kryddi (notið allan pokann).
  2. Smyrjið tortillaköku með um 3 msk. af sýrðum rjóma eða ostasósu, setjið um 1 dl af kjúklingablöndunni yfir (setjið hana í miðjuna á tortillakökunni) og stráið kóriander og rifnum osti yfir. Brjótið tortillukökuna saman þannig að lokist fyrir allar hliðar.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið vefjurnar á báðum hliðum þar til þær eru orðnar stökkar.
  4. Berið fram með meðlæti eins og t.d. nachos, salsa, salati, sýrðum rjóma, guacamole og/eða ostasósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert