Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetum og fetaostafyllingu

mbl.is/Berglind Guðmundsdótir

Berglind Guðmunds í Gulur, rauðu, grænn og salt er ekki vön að slá feilnótu í eldhúsinu og það gerir hún ekki heldur hér. Það má mögulega færa sannfærandi rök fyrir því að þessi réttur sameini allt það besta sem kósímatur hefur upp á að bjóða en bara beikon, salthnetur og fetaostur ættu að fá flesta til að mala af ánægju. 

Hér er hlekkur inn á síðuna hennar Berglindar en þar kennir ýmissa grasa eins og aðdáendur hennar þekkja vel.

Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetum og fetaostafyllingu

  • 6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
  • 1 dl salthnetur, gróflega saxaðar
  • 1 dl fetaostur, mulinn
  • 1 búnt fersk basilíka, söxuð
  • 1 pakki beikon

Aðferð:

  1. Skerið í kjúklingabringurnar fyrir fyllinguna.
  2. Blandið salthnetum, fetaosti og saxaðri basilíku saman í skál og látið fyllinguna í bringurnar.
  3. Vefjið beikoni utanum bringurnar.
  4. Setjið í 180°C heitan ofn í 30 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka