Matargúrúið Albert Eiríksson veit að það er fátt eins notalegt eins og heit brausúpa sem vekur upp hugljúfar minningar úr æsku.
Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga
ca 500 gr rúgbrauð
500 ml malt
smá vatn
tvær kanillstangir
ein tsk salt
safi úr hálfri sítrónu
1 dl rúsínur.
Brjótið rúgbrauðið niður í grófa bita og hellið maltinu yfir. Látið bíða í ísskáp yfir nótt. Setjið í í pott ásamt vatni, kanil, salti, sítrónu og rúsínum og látið malla við mjög vægan hita í ca tvo tíma.