Kjötbollur Sirrýar slá alltaf í gegn

Er ekki kominn tími á að prófa eitthvað nýtt?
Er ekki kominn tími á að prófa eitthvað nýtt? mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt í kvöld? Sirrý í Salti eldhúsi er ævintýramennskan uppmáluð og er óhrædd við að prófa ný krydd til að hressa upp á.

„Þessar bollur eru í uppáhaldi hjá okkur, svo bragðmiklar og spennandi krydd og tekur stutta stund að elda,“ segir Sirrý eða Sigríður Björk Bragadóttir, ævintýrakokkur og eigandi Salts eldhúss. Fyrir áhugasama má finna lambahakk m.a. í Costco.

Matreiðslunámskeiðin í Salti eldhúsi eru afskaplega vinsælt og oftar en …
Matreiðslunámskeiðin í Salti eldhúsi eru afskaplega vinsælt og oftar en ekki er uppselt á þau. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íranskar lambabollur

500-600 g lambahakk
1 laukur, mjög fínt saxaður
3 tsk. kumminduft
½ tsk. kanill
2 tsk. sjávarsalt
2 egg
Handfylli kúrenur
Handfylli furuhnetur
Handfylli fersk steinselja, söxuð 

Fersk mynta, söxuð til að strá yfir í lokin (má sleppa)
Olía eða smjör eða blanda af báðu til að steikja upp úr

Setjið allt hráefni í skál og hrærið saman. Mótið lítil buff og steikið á báðum hliðum á pönnu. Berið fram með sætum kartöflum og tahini-sósu.

Sætar kartöflur með hunangi og sumak:

2 meðalstórar sætar kartöflur, skornar í munnbitastærð
2 msk. olía
1 tsk. sjávarsalt
1 msk. sumac (fæst í Tyrknesku búðinni og Krydd- og tehúsinu)
2 msk. hunang
örlítið chiliduft
nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 220°C. Setjið kartöflurnar á bökunarpappír í ofnskúffu. Blandið öllu öðru saman í skál og hellið yfir kartöflurnar. Blandið vel saman. Bakið í 20-30 mín. og veltið þeim þegar bökunartíminn er hálfnaður.

Tahini-sósa:

100 g tahini
3 msk. sítrónusafi
1 dl vatn
½ hvítlauksgeiri, marinn
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Setjið tahini í skál og þynnið það út með sítrónu og vatni. Bætið hvítlauk í og smakkið til með salti og nýmöluðum pipar.

Girnilegt, hollt og gott!
Girnilegt, hollt og gott! mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert