Ragnar Freyr Ingvason eldaði nýverið tvær útgáfur af lambakjöti og bauð upp á þessa ljúfu sveppasósu með. Virkilega klassísk og góð og henntar með flestu lambakjöti eða svínakjöti.
Hér er að finna nokkrar góða uppskriftir af lambakjöti.
Mömmusveppasósa
250 g sveppir
1 laukur
3 hvítlauksrif
70 g smjör
150 ml rjómi
200 ml vatn
1 lambateningur
vökvi af kjötinu
salt og pipar eftir smekk
Byrjið á að skera laukinn og hvítlaukinn smátt, sveppina gróft. Bræðið smjörið í pottinum og steikið sveppina, laukinn og hvítlaukinn við lágan hita. Ekkert á að brenna, bara hægt og bítandi að brúnast. Þegar eldhúsið er orðið fullt af dásamlegum sveppailmi og hnetukeim, er rjómanum, vatninu og teningum hellt saman við og soðið upp, sjóðið síðan niður þangað til að sósan er af þeirri þykkt sem þið óskið.
Þegar lambið er tilbúið er öllu soði af því hellt saman við sósuna - við notuðum bara vökvann af forkryddaða lambinu. Hrærið vel saman við og smakkið til með salti og pipar. Sætið með sultu ef sá gállinn er á ykkur.