Grillaður kjúklingur sem kætir á mínútum

Ég fór í Krydd- og tehúsið við Hlemm fyrir skemmstu í leit að innblæstri sem ég sannarlega fann. Ég gekk út með fullt af hugmyndum, unaðslegu kryddi og jafnvel með uppskriftir frá fjölskyldu eigendanna. Því munu frumlegri réttir flæða hér inn á Matarvefinn á næstu dögum en þó allt í fljótlegri og auðveldari kantinum.

Arabískur kjúklingur með möndlum, kóríander og grilluðu eggaldin í fíkjulegi setti matargestina alveg á hlið af hrifningu. Með kjúklingnum buðum við svo upp á hrísgrjón með sérlagaðri kryddblöndu og jógúrtsósu.

Sjá frétt mbl.is: Jógúrtsósa með granateplum.

Grillaður kjúklingur sem kætir á mínútum 

Ath. uppskriftina má vel tvöfalda ef gestir eru fleiri en 3.

Kjúklingurinn:

800 g kjúklingalæri 
8 msk olía 
3 msk Miðausturlanda kjúklingakrydd (fæst í krydd og tehúsinu)
1 msk sítrónusafi 

Til að toppa með:
Möndlur
Kóríander
Marokkóskar þurrkaðar rósir  

Setjið olíu, krydd og sítrónusafa í skál og hrærið vel saman með gafli. Setjið kjúklinginn ofan í skálina og nuddið leginum vel á kjúklinginn. Skellið 3 - 4 sítrónusneiðum með í skálina og látið standa í kæli í lágmark 1 klst. en helst lengur.

Grillið á útigrilli við háan hita í 12-15 mínútur. Látið bitann liggja lengur á kjötmeiri hliðinni.

Eggaldin

  • 1 vænt eggaldin, skorið í sneiðar
  • 2 msk. olía
  • 1 msk. fíkjuedik (fæst í Melabúðinni)
  • 1/3 tsk. salt 

Marinerið eggaldinið í olíu, ediki og salti í 30 mín. og grillið svo í 10-15 (eftir þykkt) mínútur á útigrilli.



Marineringin er lítið mál en best er að láta kjúklinginn …
Marineringin er lítið mál en best er að láta kjúklinginn marinerast í nokkrar klukkustundir. mbl.is/Tobba Marinós
Marokkóskar þurrkaðar rósir eru guðdómlega fallegar til að skreyta nánast …
Marokkóskar þurrkaðar rósir eru guðdómlega fallegar til að skreyta nánast hvað sem er með. mbl.is/Tobba Marinós
Jógúrtsósan er fullkomið meðlæti!
Jógúrtsósan er fullkomið meðlæti! mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert