Langbestu piparkökurnar

Piparkökurnar góðu.
Piparkökurnar góðu. mbl.is/Valgerður Gréta Guðmundsdóttir

Val­gerður Gréta Guðmunds­dótt­ir í Eld­hús­inu henn­ar Völlu á þessa upp­skrift sem hún full­yrðir að sé sú allra besta. Hún seg­ir að þessi upp­skrift sam­eini allt það sem henni finn­ist eiga að prýða góðar pip­ar­kök­ur: stökk­ar en ekki grjót­h­arðar, í dekkri kant­in­um og mjög bragðmikl­ar án þess að það sé samt yf­ir­gnæf­andi krydd­bragð.

Langbestu piparkökurnar

Vista Prenta

Lang­bestu pip­ar­kök­urn­ar

Þegar þú hef­ur prófað þessa skil­ur þú hvað ég á við. Mæli með því að prenta hana út og geyma eða skrifa hana í „bók­ina“ þína ef þú átt svona þreytta handskrifaða upp­skrifta­bók eins og ég. Eins og með flest­ar upp­skrift­ir er best að gera dag­inn áður og geyma í kæli þangað til dag­inn eft­ir. Einnig er mjög mik­il­vægt að taka deigið út úr ís­skápn­um eða inn af svöl­un­um/​garðinum með nokk­urra tíma fyr­ir­vara svo deigið sé ekki al­veg grjót­hart og ómögu­legt þegar á að fara að fletja út.

  • 500 gr. hveiti
  • 250 gr. syk­ur
  • 180 gr. smjör (upp­runa­lega upp­skrift­in biður um smjör­líki en ég nota það helst aldrei)
  • 2 tsk. mat­ar­sódi
  • 2 tsk. neg­ull
  • 2 tsk. engi­fer
  • 1/​2 tsk. hvít­ur pip­ar
  • 4 tsk. kanill
  • 1 dl sírópið í grænu doll­un­um
  • 1 dl mjólk

Aðferð:

  1. Setjið smjörið og sírópið sam­an í pott og bræðið sam­an við væg­an hita. Þegar bland­an er al­veg að verða bráðin setjið þá allt krydd út í og hrærið sam­an.
  2. Takið af hell­unni og setjið önn­ur þur­refni sam­an í hræri­véla­skál. Notið krók­inn og hellið sírópskrydd­blönd­unni út í ásamt mjólk. Hrærið vel sam­an þangað til deigið er orðið sam­fellt og slétt.
  3. Setjið plast yfir skál­ina og kælið yfir nótt eins og áður sagði. Munið að taka deigið svo út með góðum fyr­ir­vara.
  4. Fletjið deigið frek­ar þunnt út þar sem það blæs svo­lítið upp.
  5. Bakið við 195°C í ca. 6-7 mín. Kælið svo á grind og skreytið með glassúr ef vill.
  6. Per­sónu­lega finnst mér þær eig­in­lega best­ar án glass­úrs en það er auðvitað bara smekks­atriði eins og hvað annað.


Þú munt aldrei þurfa að leita að pip­ar­köku­upp­skrift aft­ur...
Gleðilega aðventu kæru vin­ir!

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert