Glæsileg áramótaterta: skref fyrir skref

Berglind Hreiðarsdóttir er alger snillingur þegar kemur að kökuskreytingum en hún heldur reglulega námskeið í slíkri list. Hún segir að allir geti lært að gera glæsilega köku, einnig þeir sem eru með 10 þumalputta.

Það geta allir gert svona köku fylgi þeir leiðbeiningunum og hafi gaman af kökuskreytingum. Þó ber að hafa í huga að æfingin skapar meistarann, svo mögulega verður kakan falleg á mismunandi vegu hjá mismunandi einstaklingum,“ segir Berglind hress í bragði, en hér deilir hún með okkur leiðbeiningum sem notast má við þegar áramótatertan er skreytt.

Glæsileg áramótaterta

Botnar

  • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
  • 4 egg
  • 100 ml matarolía
  • 250 ml vatn
  • 3 msk. bökunarkakó
  • 1 pk. Royal-súkkulaðibúðingur

Aðferð:

  1. Setjið egg, olíu og vatn í hrærivélina og blandið.
  2. Bætið þá kökumixi og bökunarkakói saman við og hrærið vel, skafið niður á milli.
  3. Að lokum fer Royal-búðingurinn (aðeins duftið) saman við súkkulaðiblönduna og hrært létt og skafið niður á milli.
  4. Deiginu skipt í þrjú 15 cm bökunarform sem búið er að úða vel með matarolíuúða.
  5. Bakið við 160°C í 25-30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
  6. Kælið botnana, jafnið með kökuskera (skerið ofan af toppunum) og takið síðan hvern botn í tvennt með kökuskeranum. Þannig endið þið með sex þynnri kökubotna og þá er hægt að hefjast handa við skreytinguna.
mbl.is/Eggert

Súkkulaðismjörkrem

(á milli botna)

  • 125 g smjör (við stofuhita)
  • 350 g flórsykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 4 msk. pönnukökusíróp
  • 4 msk. bökunarkakó

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
  2. Blandið flórsykri og kakói saman og bætið varlega út í blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
  3. Smyrjið þunnu lagi af kremi á milli botnanna í fimm lögum (ekki setja á efsta botninn).
  4. Geymið smáhluta af kremi til að smyrja utan á kökuna með hvíta kreminu sem er útbúið í næsta skrefi og til þess að setja í sprautupoka og skreyta toppinn í lokin.

Hvítt krem (til að þekja með)

2 x Betty Crocker Vanilla Frosting

200 g flórsykur

Aðferð:

  1. Hrærið vel saman í hrærivél þar til hvítt og silkimjúkt.
  2. Setjið smáhluta strax í sprautupoka til að eiga fyrir skreytingu á toppnum í lokin.
  3. Smyrjið örþunnu lagi yfir alla kökuna til að binda alla kökumylsnu, leyfið að standa og taka sig stutta stund. Þetta skref er mikilvægt til að koma í veg fyrir að kökumylsna sjáist í kreminu.
  4. Smyrjið nú öðru og þykkara lagi af hvítu kremi á kökuna og reynið að hafa jafnt allan hringinn.
  5. Setjið þá smá af súkkulaðikreminu hér og hvar yfir hvíta kremið, ýmist með sprautunni eða bara með hníf.
  6. Hér er mikilvægt að taka spaðann sinn og bleyta örlítið (hafa rakan) og draga kremin saman til að mynda marmaraáferðina. Skafa kremið af á milli og bleyta að nýju og halda þannig áfram allan hringinn þar til þið hafið fengið það útlit sem ykkur þykir fallegt.
  7. Setjið kökuna í kæli á meðan þið útbúið ganache.

Ganache

  • 100 g saxað suðusúkkulaði (mjög smátt saxað)
  • 1/3 bolli rjómi

Aðferð:

  1. Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið, leyfið að standa í um tvær mínútur og hrærið svo saman með písk/gaffli. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og setjið því næst á kökuna (muna að þynna með smárjóma ef það verður of þykkt og kæla betur ef of þunnt).
  2. Best að hella aðeins hluta á í einu og stýra því hvernig það lekur niður hliðarnar og hella svo aðeins meira og fara þannig allan hringinn.
  3. Leyfið ganachinu að taka sig aðeins á kökunni á meðan þið útbúið skrautið.

Skreyting

  • Hjúpsúkkulaði (hvítt og dökkbrúnt)
  • ískex-vindlar (fást í Hagkaup)
  • papparör og stjörnur á priki (keypt á AliExpress)
  • Ferrero Rocher-kúla
  • risa Nóakropp
  • venjulegt Nóakropp
  • kökuskraut, gyllt og hvítt (fæst í Allt í köku)
  • gyllt kökuskreytingarduft og glimmer (fæst í Allt í köku)
  • Afgangskrem frá kökunni sett í sprautupoka með stjörnustútum með þéttar tennur.

Aðferð:

  1. Bræðið hjúpsúkkulaði og dreifið á bökunarpappír í nokkrum skömmtum (ekki of þunnt samt). Stráið kökuskrauti, glimmeri eða dufti yfir áður en storknar.
  2. Þegar það er storknað takið það þá og brjótið niður eftir því sem ykkur þykir fallegt og stingið í kökuna.
  3. Skreytið með öðru kökuskrauti og kremi að vild.
Þegar Berg­lind er spurð að því hvað henni þyki skemmti­leg­ast …
Þegar Berg­lind er spurð að því hvað henni þyki skemmti­leg­ast við ára­mót­in nefn­ir hún til­hlökk­un­ina, auk þess sem henni þyki gam­an að setja sér ný og fersk mark­mið fyr­ir hvert ár. Hún ját­ar að fjöl­skyld­an haldi ekki fast í ákveðnar ára­móta­hefðir, fyr­ir utan að borða góðan mat og hafa gam­an. Mbl.is/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert