Vinsælasta uppskrift Alberts

Albert Eiríksson er frábær í eldhúsinu sem og annars staðar.
Albert Eiríksson er frábær í eldhúsinu sem og annars staðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Eiríksson, matgæðingur hér á Matarvefnum, er ákaflega vinsæll meðal lesenda bæði hér á mbl.is og á síðu sinni Alberteldar.com Þessi tertuuppskrift er sú vinsælasta af uppskriftum hans á síðunni árið 2017 en um er að ræða uppskrift sem Steinunn frænka hans hefur breytt lítillega en uppskriftin birtist fyrst á öðru matarbloggi sem við einnig fáum garnagaul yfir reglulega, eldhusogur.com.

Vinsælustu uppskriftir Alberts 2017 

Draumaterta

5 egg
200 g sykur
150 g pekanhnetur, saxaðar
150 g döðlur, saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað
70 g kornflex
1/2 tsk. salt
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 l rjómi

Fílakaramellukrem:

200 g Fílakaramellur
1 dl rjómi

Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur krinlóttum formum við 200° í ca. 20-30 mín. Kælið botnana.

Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.

Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.

Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma og bjóðið svo í kaffi!

Draumatertan er vinsælasta uppskriftin á Alberteldar.com árið 2017.
Draumatertan er vinsælasta uppskriftin á Alberteldar.com árið 2017. mbl.is/Alberteldar.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert