Ragnar Freyr Ingason, betur þekktur sem læknirinn í eldhúsinu, er fyrsti gestakokkurinn hjá kvöldverðarþjónustunni Einn, tveir og elda. Matarvefurinn fékk senda fyrstu uppskriftina sem Ragnar býður þeim, sem kaupa matarpakkana, upp á en hún er ansi auðveld og virkilega bragðgóð.
Marokkóskur kjúklingur með bökuðum sítrónum og couscous-salati
Fyrir 2
Eldunartími ca. 40 mínútur
6 stk. kjúklingaleggir
4 tsk. marokkóskir draumar
1 stk. sítróna
200 g couscous
1 teningur kjúklingakraftur
5 stk. döðlur
2 msk.. fetaostur
1/2 stk. rauðlaukur
1 grein mynta
salt
pipar
olífuolía
Stilltu ofninn á 180 gráður
1. Skolið og þerrið kjúklingaleggina og setjið í skál. Bætið jómfrúarolíunni saman við ásamt kryddblöndunni og saltið og piprið.
2. Færið yfir í eldfast mót. Skerið sítrónuna í átta báta og leggið meðfram kjúklingnum. Bakið í 180 gráðu heitum forhituðum ofni í 35-40 mínútur.
3. Hitið vatn í potti og bætið kjúklingakraftinum saman við. Hitið að suðu. Setjið kúskúsið í skál og hellið vatninu þannig að fljóti aðeins yfir. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í fimm mínútur.
4. Skerið döðlurnar niður og bætið saman við kúskúsið ásamt fetaostinum, rauðlauknum og niðursneiddri myntu. Smakkið til með jómfrúarolíu, salti og pipar.
5. Berið fram og njótið.