Taílenskur lax með núðlum og kóriander

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Lax er mikill herramannsmatur sem hægt er að matreiða á ótal vegu. Hér kennir Svava á Ljúfmeti og lekkerheit okkur hvernig á að elda hann á taílenska vísu með núðlum og kóríander.

Taílenskur lax með núðlum og kóriander

  • um 800 g laxaflök
  • nokkrar matskeiðar sojasósa

Leggið laxaflökin í eldfast mót eða ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Setjið nokkrar matskeiðar af soja yfir og bakið í ofni við 180° í 15 mínútur.

  • 250 g eggjanúðlur
  • 1,5 dl sweet chilisósa
  • 1-2 msk. sojasósa
  • 1 rauð paprika, hökkuð
  • 1 búnt vorlaukur, skorið í sneiðar
  • 2 dl kasjúhnetur

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Setjið sweet chilisósu og sojasósu á pönnu og steikið núðlurnar, vorlauk, papriku og kasjúhnetur í sósunum. Stráið fersku kóriander yfir áður en núðlurnar eru bornar fram. Berið núðlurnar fram með laxinum og lime-bátum til að kreista yfir.

Ljúffengur lax að taílenskum hætti.
Ljúffengur lax að taílenskum hætti. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka