Rófustappan hennar Nönnu

Rófustappan á vel við með purusteik.
Rófustappan á vel við með purusteik. Mbl.is/Nanna Rögnvaldar

Matreiðslubókahöfundurinn Nanna Rögnvaldar tekur hér rófustöppuna upp á næsta stig. Rófustappa passar nefnilega svo undurvel með ýmsu öðru en þorramat. Má þá nefna saltkjöt, þorskhnakka og svínakjöt. Uppskriftin er fengin frá íslenskt.is.

Rófustappa með hvítlauk og rjóma 

800 g rófur
lófafylli af söxuðu laufselleríi eða steinselju
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 tsk. grænmetis- eða kjúklingakraftur
½ tsk. kummin (cumin; má sleppa)
pipar
salt
vatn
50 g smjör

Flysjaðu rófurnar og skerðu þær í fremur litla bita. Settu þær í pott með selleríi, hvítlauk, grænmetis- eða kjúklingakrafti, kummini (ef það er notað), pipar, salti og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir. Hitaðu að suðu og láttu malla í um 20 mínútur, eða þar til rófurnar eru vel meyrar.

Helltu þá vatninu af þeim í annan pott. Stappaðu rófurnar og stappaðu smjörið saman við. Smakkaðu rófustöppuna og bragðbættu hana með pipar, salti og e.t.v. kummini eftir smekk.

soðið af rófunum
100 ml rjómi
sósujafnari

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Rófur eru hollar og góðar.
Rófur eru hollar og góðar. Mbl.is /íslenskt.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert