Þóra Sigurðardóttir
Ert þú einn af þeim sem miklar fyrir þér að elda lambaskanka? Þá erum við með gleðifregnir því hér kemur skotheld uppskrift að sjúklega góðum skönkum og höfundur uppskiftarinnar er enginn annar en Sigurður Ágústsson, yfirkokkur á Silfru.
Uppskriftin er hluti af hinni geysivinsælu uppskriftaröð Fimm eða færri og ætlar Sigurður að skora á Hafstein Ólafsson, yfirmatreiðslumann á ÓX.
Hægeldaður lambaskanki
Lambaskanki
Skankarnir eru settir í eldfast mót og brúnaðir í 230°C heitum ofni í 15 mínútur. Lambaskankarnir eru síðan settir í pott ásamt rauðvíni og vatni, þannig að það fljóti nánast yfir skankana, lok sett á pottinn og hann settur inn í 80°C heitan ofn í 12 klukkustundir.
Rauðvínssósa
Soðið af skönkunum er sigtað, fært yfir í annan pott, og soðið niður þangað til um það bil 200 ml eru eftir. Síðan er köldu smjöri, sem skorið hefur verið í teninga, bætt út í soðið smám saman. Mikilvægt er að hræra stöðugt í sósunni á meðan verið er að bæta smjörinu út í hana. Þegar allt smjörið er komið saman við soðið er sósan tilbúin og ekkert eftir nema að smakka hana til og bæta salti í hana eftir þörfum.
Blómkál
Snyrtið blómkálshausinn, nuddið hann með olíu, stáið salti yfir hann og bakið hann síðan við 180°C í 25 mínútur.
Vorlaukur
Vorlaukurinn er steiktur á pönnu í 5 mínútur með olíu og salti.